„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 13:50 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“ Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“
Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira