Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:01 Andri Lucas Guðjohnsen var léttur í bragði eftir sigurinn í gær og tók við sætabrauði frá liðsstjóra sínum. @LyngbyBoldklub Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára. Danski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára.
Danski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira