Leita enn að þeim sem réðu barnabarninu bana Jón Þór Stefánsson skrifar 11. maí 2024 10:00 Ingunn Ása Ingvadóttir er amma Iyönnu Brown sem var skotin til bana í Detroit-borg í fyrra. Vísir/Ívar Fannar Sá eða þeir sem urðu Iyönnu Brown að bana í júlímánuði í fyrra í Detroit-borg í Bandaríkjunum eru enn ekki fundnir. Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu. Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira
Frá þessu greinir amma hennar Ingunn Ása Mency Ingvadóttir í samskiptum við fréttastofu, en Iyanna, sem hefði orðið 24 ára gömul í gær, átti íslenska fjölskyldu. Hún bjó einnig á Íslandi um tíma. Ingunn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Iyanna var í bíl með vini sínum þegar hún var skotin rétt eftir miðnætti þann þrettánda júlí síðastliðinn. Viðbragðsaðilar fluttu Iyönnu í flýti á sjúkrahús en hún lést af sárum sínum. Greint var frá því í fyrra að talið væri að vinur Iyönnu, sem var með henni í bílnum, væri skotmark árásarinnar en hann komst lífs af. Hinn grunaði eða grunuðu eru talin hafa keyrt um á svörtum jeppa, og ekið af vettvangi í umræddum bíl. Bandaríski miðillinn CBS fjallaði um málið í mars síðastliðnum. Þar sagði að fjölskylda Iyönnu biði enn svara, tæpu ári eftir morðið. Samtök sem berjast gegn glæpum, Crime Stoppers of Michigan, hafa lagt fjölskyldunni lið og bjóða 2500 dollara, sem jafngildir um 350 þúsund krónum, fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku. Þar að auki hefur fólki verið bent á að gefa nafnlausar ábendingar um skotárásina í gegnum vefsíðuna 1800speakup.org. Líkt og áður segir á Iyanna ættir að rekja til Íslands. Amma hennar, Ingunn Ása, er íslensk og móðir hennar, Esther María Mency, er hálfíslensk og fæddist hér á landi. Þær mæðgur bjuggu um tíma á Íslandi. Ingunn Ása tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka,“ sagði Ingunn um Iyönnu.
Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Sjá meira