Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 22:47 Matthijs de Ligt og Thomas Müller kvarta við Szymon Marciniak, dómara leiks Real Madrid og Bayern München. getty/Alexander Hassenstein Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
Bayern komst yfir í leiknum á Santiago Bernabéu með marki Alphonsos Davies á 68. mínútu. Joselu jafnaði fyrir Real Madrid á 88. mínútu og hann skoraði svo aftur í uppbótartíma. Matthjis de Ligt skoraði undir lok uppbótartímans en Szymon Marciniak, dómari leiksins, var búinn að flauta þar sem aðstoðardómarinn hafði flaggað, alltof snemma að flestra mati. Ekki var því hægt að skoða markið á myndbandi. Bæjarar voru æfir eftir leikinn og Tuchel lét dómarana heyra það í viðtölum. „Við vorum næstum því komnir áfram en síðan gerði okkar besti maður [markvörðurinn Manuel Neuer] mjög óvenjuleg mistök þegar þeir jöfnuðu og svo fengum við annað mark á okkur í uppbótartíma,“ sagði Tuchel í leikslok. „Síðan skoruðum við en þetta var hræðileg ákvörðun hjá dómaranum og aðstoðardómaranum. Við erum sárir. Þetta var mikill bardagi, við skildum allt eftir á vellinum og vorum næstum því komnir áfram. Við óskum Real Madrid til hamingju.“ Tuchel sagðist svo hafa fengið afsökunarbeiðni frá aðstoðardómaranum. „Hann baðst afsökunar en það hjálpar ekkert. Að lyfta flagginu á augnabliki sem þessu. Dómarinn sér að boltinn endar hjá okkur og við skjótum á markið. Þetta var mjög, mjög slæm ákvörðun og gegn reglunum. Þetta er hörmung og erfitt að kyngja þessu en svona er þetta,“ sagði Tuchel. Hann lætur af störfum hjá Bayern eftir tímabilið. Það er það fyrsta hjá Bayern án titils síðan 2011-12.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira