María Sigrún birtir tölvupósta Dags Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 19:37 María Sigrún og Dagur rífast um innslag hennar á Facebook. Vísir „Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra. Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“ Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Það gerir María Sigurún í færslu á Facebook-síðu sinni sem er svar við færslu Dags frá því í morgun þar sem hann sagði fréttamennsku Maríu ómerkilega. Hann hélt því fram að hún hefði tekið þátt í pólitískum leik í stað þess að miðla því sem lægi fyrir málinu „svart á hvítu“ til almennings. Málið varðar frægt innslag Maríu sem birtist í Kastljósi á mánudag en hafði áður átt að birtast í fréttaskýringarþættinum Kveik. Umfjöllunarefni þáttarins er uppbyggingarreit og samningar Reykjavíkurborgar við olíufélög. Í færslu sinni vísar María til þess að Dagur hafi sagt virði byggingarréttar sem fjallað var um ofmetið, en hún bendir sjálf á að hafa leitað til verktaka og fasteignasala sem mátu virði réttarins á bilinu sjö til þrettán milljarða króna. „Eins og fram kom í þættinum fer verðmætið eftir því hversu mikið byggingarmagn verður samþykkt. Það er rétt hjá Degi að tölur um áætlað byggingarmagn á reitunum hafa verið á reiki. Sumar hafa lækkað en það er fyrst og fremst vegna andmæla íbúa sem búa í grennd við lóðirnar. Virðið eykst með tíma og metnaður olíufélaganna stendur til að hámarka það. Nú eru 3 ár liðin frá undirritun samninganna. Virði byggingarréttarins á lóðum bensínstöðvanna mun á endanum líta dagsins ljós og dæmi þá hver fyrir sig,“ segir María. Þá minnist María Sigrún á athugasemd Dags um að viðtal hennar við hann hafi verið langt og drungalegt. „Leitt að honum gremjist það en þar var ég fyrst og fremst að gefa honum fullt svigrúm, tíma og tækifæri til að svara þeirri gagnrýni sem komið hefur fram á samninga borgarinnar við olíufélögin. Fundarsalur borgarráðs er að mínu mati ekki drungalegur eins og Dagur segir í færslu sinni. Þvert á móti finnst mér hann bjartur með stórum gluggum sem snúa til austurs. Viðtalið var tekið milli kl.11 og 12.30, föstudaginn 5. apríl.“ María Sigrún tekur fram að Dagur hafi birt tölvusamskipti sín og hennar opinberlega. Hún segir það nýja upplifun fyrir hana. Í lok færslu sinnar segir hún, eins og áður hefur komið fram, að rétt sé að gera slíkt hið sama. Hún birti ellefu skjáskot með færslu sinni af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags. „Hann gerir athugasemd við að ég hafi ekki greint frá innihaldi póstsins í þættinum þar vísar hann í lið í samþykktinni sem hann segir alveg skýra að „einungis verði krafist greiðslu gatnagerðargjalda af hendi lóðarhafa“. Hvers vegna stóð ekki skýrar í samþykktinni að til stæði að gefa olíufélögunum byggingarrétt fyrir milljarða? Hvers vegna vann borgin ekkert kostnaðarmat og ekkert lögfræðiálit áður en menn settust við samningaborðið?“
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Ríkisútvarpið Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira