Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2024 22:33 Heðin Mortensen er borgarstjóri Þórshafnar í Færeyjum. Egill Aðalsteinsson Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá smíði hallarinnar og af væntanlegu útliti en hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir. Hún rís í útjaðri Þórshafnar en skammt frá ná hin mögnuðu Austureyjargöng landi á Straumey. Þjóðarhöll Færeyinga rýkur upp og er áformað að hún verði tekin í notkun í febrúar á næsta ári. Fyrsta skóflustunga var tekin fyrir sautján mánuðum.Egill Aðalsteinsson Það var rétt fyrir jólin 2022, fyrir um sautján mánuðum, sem fyrsta skóflustungan var tekin. Byggingin rýkur upp þessa dagana. Borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen, er helsti forystumaður verkefnisins. Hann hefur einnig setið á Lögþinginu og gegnt formennsku í Íþróttasambandi Færeyja og er stoltur af árangri færeyskra íþróttamanna. Heðin Mortensen í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson „Eins og þú veist höfum við staðið okkur vel í handboltanum. Við eigum einn besta leikmanninn í Þýskalandi í dag og í Svíþjóð,” segir Heðin. Og hann vill að heimavöllur landsliðanna sé í Færeyjum. „Í staðinn fyrir að spila heimaleiki okkar í Danmörku eða annars staðar; nei, það á að spila þá hér í Höfn, Þórshöfn,” segir borgarstjórinn. Svona mun höllin líta út fullsmíðuð. Hún hefur fengið nafnið Við Tjarnir.TÓRSHAVNAR KOMMUNA Þjóðarhöll Færeyinga verður fjölnotahús fyrir flestar greinar inniíþrótta með sæti fyrir 2.700 áhorfendur á kappleikjum. „Svo nýtist hún líka sem stór tónleikasalur og einnig fyrir ráðstefnur þar sem margir koma saman. Á tónleikum rúmar hún um fjögur þúsund manns. Svo þetta er mjög stór höll sem við erum ægilega stolt af.” Kostnaður er áætlaður um fimm milljarðar króna og greiðir Þórshafnarbær um sextíu prósent en afgangurinn kemur frá Landsstjórninni, danska ríkinu og einkaaðilum. Á kappleikjum rúmar höllin 2.700 áhorfendur.TÓRSHAVNAR KOMMUNA „Hún verður fokheld núna á Ólafsvöku, það er 28. júlí í ár. Svo verkið skotgengur, gengur mjög hratt. Og fyrsti handboltaleikurinn verður í febrúar á komandi ári. Við erum mjög spennt fyrir að geta tekið hana í notkun. Og bíðum spennt eftir að fá heimaleikina hingað. Og Íslendingum er velkomið að nota höllina líka. Að sjálfsögðu,” segir Heðin Mortensen, sem ber titilinn borgarstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Tengdar fréttir Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30 „Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Fyrsta skóflustunga tekin að þjóðarhöll Færeyinga Smíði þjóðarhallar er hafin í Færeyjum og var fyrsta skóflustunga tekin daginn fyrir Þorláksmessu. Henni er ætlað að hýsa landsleiki Færeyinga í innanhússíþróttum en einnig tónleika, sýningar og ráðstefnur. 28. desember 2022 23:30
„Verður ekki aftur snúið“ Stórt skref var stigið í átt að nýrri Þjóðarhöll í dag er verkið var auglýst fyrir samkeppnisútboð. Ráðherra og formaður Þjóðarhallar ehf eru bjartsýnir á framhaldið. 8. mars 2024 23:30