„Margir reyna að koma í veg fyrir eitthvað sem er eðlilegt og óumflýjanlegt. Í stað þess að streytast á móti ættum við að fagna hækkandi aldri og nýta okkur náttúrulegar leiðir til að eldast á þokkafullan hátt,“ segir í umræddri færslu.
Hér að neðan má nálgast náttúrulega „bótox“ aðferðir:
Rauðljósameðferð
Meðferðin örvar kollagenmyndun, dregur úr fínum línum og endurheimtir mýkt í húðinni.

Andlitsnudd
Stuðlar að sogæðarennsli, bætir blóðrásina og gefur frísklegt yfirbragðið.

Omega-3 fitusýrur
Fitusýrurnar styrkja fituvörn húðarinnar, dregur úr bólgum og viðheldur hámarks rakastigi fyrir heilbrigt og geislandi yfirbragð húðarinnar.

Beinasoð
Beinasoðið styður við kollagenframleiðslu líkamanns og gefur húðinni raka sem stuðlar að unglegu útliti.

Nálastungur
Örva kollagen- og elastínframleiðslu húðarinnar, bæta vöðvaspennu og lágmarka öldrunareinkenni.

Bakuchiol
Efnið er talið stuðla að endurnýjun frumna, sléttir fínar línur og hrukkur ásamt því að gefa andlitinu ljóma.
