„Massíf slysaslepping á vondu frumvarpi“ Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2024 08:38 Þorgerður Katrín spurði Svandísi Svavarsdóttur nánar út í hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi í fyrirspurnartíma þingsins í gær. vísir/Arnar/Ívar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vildi ræða auðlindarákvæði í stjórnarskrá við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingi í gær. Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“ Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Ef marka má svör Svandísar eru ekki miklar líkur á að hið afar umdeilda frumvarp um lagareldi fari óbreytt í gegnum þingið. Enda munu fæstir, í ljósi mikillar andstöðu, sætta sig við að laxeldisfyrirtækjum fái firðina um ókomna tíð undir starfsemi sína. Þorgerður Katrín sagði um grundvallarprinsipp væri að ræða þegar kæmi að auðlindanýtingu og rætt hafi verið um lagareldi, fiskeldisfrumvarp sem hún hefði haldið að ætti að fara í gegnum ákveðnar síur, fyrst í gegnum ríkisstjórn og svo í gegnum þrjá þingflokka. Þingmenn að ranka úr rotinu „Það er eins og engin viðvörunarljós hafi kviknað við þessa yfirferð. Þetta er massíf slysaslepping á vondu frumvarpi sem hefur átt sér stað í gegnum þessa flokka,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði að nokkrir þingmenn væru nú að ranka úr rotinu; það yrði að taka almannahagsmuni framar sérhagsmunum og afhenda ekki auðlindir þjóðarinnar tímabundið. „Við gefum heldur ekki auðlindir í eigu þjóðar, punktur.“ Hún sagði að ræða þyrfti fyrirsjáanleika, verðmætasköpun og sjálfbærni. En það geti ekki verið þannig að peningar ráði för heldur prinsipp. Þetta vildi hún ræða við Svandísi, ef hún gæti brugðið ljósi á forsöguna sem fyrrverandi matvælaráðherra. Styður ráðherra og Vinstri græn að sett verði inn ákvæði í stjórnarskrá sem tryggja auðlindir í eigu þjóðar? Vill nú tímabinda heimildirnar Svandís sagði að þegar hefði verið rætt auðlindarákvæði í stjórnarskrá og mikilvægi þess, ekki bara tengt því sem Þorgerður segði heldur einnig varðandi vatnsafl, jarðvarma, lifandi auðlindir og svo framvegis. En varðandi lagareldið þá væri það svo að málaflokkurinn allur þyrfti á víðtækri uppfærlsu að halda. Sem fyrst var gerð í hennar tíð í matvælaráðuneytinu, á vegum Ríkisendurskoðunar og þá Boston Consulting Group í framhaldinu. Niðurstaðan varð sú að leggja fram ítarlegt frumvarp. En eins og Þorgerði Katrínu væri kunnugt um fór hún sjálf í skyndilegt veikindaleyfi í janúar. Þegar þar var komið sögu var frumvarpið í samráðsgátt. Hvað varðar ákvæðið um tímabindingu eða ekki tímabindingu þá lýsti Svandís sig sammála Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttur núverendi matvælaráðherra: Mikilvægt sé að ... „ráðast í breytingar á því ákvæði með það fyrir augum að tímabinda heimildirnar en um leið að gæta sérstaklega að því að það verði ekki á kostnað náttúruverndar og umhverfishagsmuna.“
Alþingi Sjókvíaeldi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26
Náttúran njóti vafans, ótímabundið Miklar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu vegna frumvarps um lagareldi sem ég mælti fyrir á Alþingi fyrir skemmstu. Um er að ræða heildarlöggjöf sem byggir á skýrslum, stefnumótun og vinnu síðustu ára í málaflokknum. 3. maí 2024 08:00