Tjá sig ekkert um gang Hamraborgarrannsóknarinnar Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2024 10:52 Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar að morgni mánudagsins 25. mars. Stöð 2 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu vill ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar á þjófnaðarmáli þar sem milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna var stolið úr verðmætaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðinn. Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar. Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri segir að hægt verði að svara því á morgun hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir íslenskum karlmanni um fertugt sem handtekinn var vegna málsins í lok aprílmánaðar. Núverandi gæsluvarðhald rennur út á morgun. Gunnar vildi ekki svara því hvort að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins eða um þá peningaupphæð sem maðurinn sem nú sé í gæsluvarðhaldi hafi sett í spilakassa Happdrættis Háskóla Íslands. Samkvæmt heimildum Vísis rötuðu litaðir peningaseðlar í spilakassa á vegum HHÍ og hafi maðurinn verið handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Á myndbandsupptökum í Hamraborg mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku svo á brott. Nokkrar mínútur liðu áður en öryggisverðirnir yfirgáfu Catalinu og komust að því að búið var að taka peningana úr bílnum. Lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti síðar um daginn eftir Toyotu Yaris bílnum án þess að greina frá ástæðum þess. Fyrst var greint frá þjófnaðinum daginn eftir. Töskurnar sjö fundust síðar; tvær við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, ein við Bugðufljót og fjórar úti í móa á Esjumelum, ekki langt frá Ístaki. Töskurnar voru búnar sérstökum litasprengjum sem eiga að springa yfir verðmæti ef reynt er að brjótast inn í töskurnar. Sagði lögregla að vísbendingar væru um að sprengjurnar hafi sprungið í sumum töskunum, en þó ekki öllum. Notast hafði verið við slípirokk til að opna töskurnar.
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Kópavogur Tengdar fréttir Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42 Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega slasaður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Íslendingur í gæsluvarðhaldi vegna Hamraborgarmálsins Íslenskur karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborg fyrir rúmum fimm vikum. 2. maí 2024 09:42
Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. 1. maí 2024 07:01