Viðurkennir að hafa gengið of hart fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 12:21 Þórarinn viðurkennir að hafa gengið of hart fram en að félagið hafi gengið í öflugt umbótastarf. Vísir/Ívar Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafa gengið vel og að félagið sé á réttri leið. Óánægju hefur gætt meðal stafsmanna félagsins, meðal annars með framgöngu Þórarins. Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð. Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sálfræðistofan Líf og Sál var fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. Óánægjan hafi komið í ljós þegar þegar niðurstöður Stofnunar ársins lágu fyrir og þá hafi verið gengið í greiningarvinnu. Fréttastofu var meinað um afrit af téðri skýrslu á forsendum að hún væri merkt sem trúnaðarmál. Samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar voru nýlega samþykktar breytingar á lögum félagsins þar sem skyldur við starfsmannahald og daglegan rekstur skrifstofunnar voru færðar af herðum formannsins og yfir á herðar skrifstofustjóra Sameykis. Hefur Heimildin það eftir ónafngreindum viðmælendum að breytingarnar hafi verið gerðar vegna samskiptavanda á milli Þórarins og starfsfólks á skrifstofunni. Þórarinn viðurkennir að álagið hafi verið of mikið á köflum og að hann hafi gengið of hart fram. Velta var á starfsfólki með tilheyrandi erfiðleikum, að sögn Þórarins. „Sérstaklega eftir að við stofnuðum nýtt félag Sameyki. Það voru mannabreytingar. Það var mikið álag á öllum við að halda starfseminni uppi og halda henni gangandi. Og við að tryggja sem besta þjónustu við okkar félagsfólk eins og við leggjum mikla áherslu á á öllum stundum,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Á réttri leið Að sögn Þórarins voru nýir stjórnendur hjá félaginu þegar álagið var hvað mest og að þeir hafi þurft tíma til að læra inn á starfið. Hann hafi þá stigið inn í mörg mál sem hann gerði ekki í dag. „En starfshópurinn hefur unnið mjög þétt saman og vel og við höfum gert starfsánægjumælingar reglulega í vetur. Og verið í mjög öflugu umbótastarfi innan skrifstofunnar og það hefur gengið vel og við sjáum á niðurstöðunum að við erum á réttri leið og vel það,“ segir Þórarinn. Aðspurður um andann á skrifstofunni núverið segir Þórarinn hann vera mjög góðan. „Enda er starfshópurinn mjög traustur og heldur vel utan um öll verkefni. Við getum sagt að við erum að standa þétt saman og horfa til framtíðar. Að byggja enn sterkara og betra félag,“ segir Þórarinn Eyfjörð.
Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira