„Við reyndum eins og við gátum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 11:45 Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Vísir/Ívar Fannar Innviðaráðherra hyggst stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkur vegna jarðhræringa og áhrifa þeirra á byggð þar og samfélag. Bærinn mun ráðast í einhverjar uppsagnir vegna breytinganna. Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Verkefni nefndarinnar snúa einkum að samfélagsþjónustu og framkvæmdum og viðgerðum á innviðum bæjarins í ljósi jarðhræringa á svæðinu. Nefndin heyrir undir innviðaráðherra en var stofnuð að beiðni bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Einhugur var meðal bæjarfulltrúa um að óska eftir þessari aðstoð. Reyndu hvað þau gátu Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar, segist líta björtum augum til framtíðar bæjarins. „Grindvíkingar eru náttúrulega þekktir fyrir seiglu og við sáum fram á það að þetta myndi lengjast, þessar hamfarir. Kannski hefðum við átt að vera búin að biðja um þessa aðstoð fyrr. En við reyndum eins og við gátum og sáum að þetta var ekki fyrir neina sveitarstjórn eða bæjarfélag að takast á við,“ segir Ásrún. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund um breytingarnar í heild sinni. Klippa: Blaðamannafundur Svandísar í heild Vegna breytinganna mun Grindavíkurbær ráðast í einhverjar uppsagnir. „Tekjustofninn, hann hefur lækkað. Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að draga saman seglin. Þannig við horfum því miður fram á einhverjar uppsagnir,“ segir Ásrún. Ekkert bæjarfélag tekist á við svona áður Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir stofnun nefndarinnar fordæmalausa í íslensku samfélagi. „Þetta er náttúrulega stærðargráða af náttúruhamförum sem við höfum ekki þurft að eiga við með kerfisbundnum hætti áður, ekki af þessari stærðargráðu. Þarna erum við að tala um heilt bæjarfélag sem er í vanda og horfist í augu við áskoranir sem ekkert bæjarfélag hefur þurft að gera með þessum hætti,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.Vísir/Ívar Fannar Fjármagn sem nefndin kemur til með að nota mun koma frá ríkinu. „Við gerum ráð fyrir því í þessu frumvarpi að ákvarðanir séu þá og því aðeins teknar að fjármagn liggi fyrir,“ segir Svandís.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði