Sautján greinst með kíghósta og inflúensan enn að dreifa sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. maí 2024 06:35 Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta á árinu. Getty Að minnsta kosti sautján hafa greinst með kíghósta hér á landi á síðustu vikum. Um er að ræða einstaklinga á aldrinum 2 til 39 ára og eru flestir búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins. Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju yfirliti landlæknisembættisins yfir öndunarfærasýkingar. Eins og áður hefur komið fram er þetta í fyrsta sinn sem kíghósti greinist hér á landi frá árinu 2019. Þá greindust nýlega tvö tilvik mislinga, einnig í fyrsta sinn frá árinu 2019. „Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar. Á fyrsta ári ævinnar er börnum sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum kíghósta, meðal annars slæmum hóstaköstum, sem geta valdið öndunarstoppi og getur sjúkdómurinn verið lífshættulegur. Hjá eldri börnum og fullorðnum einkennist sjúkdómurinn af kvefeinkennum og langvarandi og þrálátum hósta,“ segir í samantektinni. Bólusetning sé mikilvæg til að draga úr hættulegum veikindum hjá ungum börnum og á næstu vikum ætti hún að beinast sérstaklega að óbólusettum og vanbólusettum börnum, barnshafandi konum og að einstaklingum á heimili þar sem von er á barni, þar sem er að finna barn undir sex mánaða aldri eða þar sem ónæmisbældir búa. „Kíghósti er mjög smitandi og smitast á milli fólks með úða frá öndunarfærum eins og við hósta eða hnerra. Yfirleitt líða um 2–3 vikur frá smiti þar til einkenni koma fram. Einkennin eru í fyrstu vægt kvef en eftir um tvær vikur færast einkennin í vöxt, oft með áköfum hóstaköstum sem fylgir einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta varað í allt að 10 vikur. Sjúkdóminn má staðfesta með sýnatöku úr nefi/nefkoki. Sýklalyf gagnast sjaldan til að draga úr veikindum vegna kíghósta en er beitt í einstaka tilfellum, s.s. ef sýkingin veldur lungnabólgu,“ segir í samantektinni. 20 til 35 legið inni vegna öndunarfærasýkinga Engin frekari smit hafa greinst út frá mislingatilfellunum sem greind voru í febrúar og apríl en báðir einstalingar voru á miðjum aldri og fengu mögulega eina bólusetningu sem börn. Inflúensa er enn í töluverðri dreifingu en fjöldi tilfella sveiflast eftir vikum. Í viku 16, upp úr miðjum apríl, greindist 41 einstaklingur með inflúensu en sextán í viku 17. Var það í fyrsta sinn frá því í nóvember sem fjöldi tilfella fór undir 20. Átta greindust með Covid-19 í viku 16 og fjórir í viku 17. Enginn greindist með RS-veirusýkingu á þessum tíma en 171 með aðrar öndunarfæraveirur. Í samantektinni segir að frá miðjum janúar hafi á bilinu 20 til 35 einstaklingar legið á Landspítala í viku hverri með eina af sex algengustu öndunarfærasýkingunum. Í viku 16 lágu 36 inni og í viku 17 lágu 23 inni. Landlæknir minnir á persónulegar sóttvarnir til að forðast sýkingar. „Við minnum öll á að: Fylgja tilmælum um bólusetningar. Halda sig til hlés í veikindum. Forðast umgengni við ung börn og aðra viðkvæma ef með einkenni. Hylja nef og munn við hósta og hnerra. Sinna reglulegum handþvotti. Nota grímu við ákveðnar aðstæður eins og á heilbrigðisstofnunum þ.m.t. biðstofum. Lofta út.“ Samantekt landlæknisembættisins.
Heilbrigðismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent