Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2024 11:11 Hérastubbur opnaði dyr sínar á ný í dag. Vísir/Vilhelm Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum. Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þrátt fyrir óvissu um nýtt eldgos á Reykjanesskaga opnaði bakarí Hérastubbs bakara í Grindavík dyr sínar á ný í morgun. Eigendur veitingastaðarins Papa's Pizza í Grindavík stefna á slíkt hið sama og verður fyrsta opnunin þar í langan tíma í dag. Hægt verður að fá sér pizzu á Papa's Pizza í dag.Grindavíkurbær Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir að þrátt fyrir að hann mæli ekki með því að vera í bænum telji viðbragðsaðilar sig fá ágætis tíma til að rýma bæinn verði vendingar við gosstöðvarnar norðan við Grindavík. Vísbendingar eru um að það gæti dregið til tíðinda þar á næstunni. „Það er hætta á hraunflæði samkvæmt uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar. En við teljum okkar hafa mjög góðan og rúman tíma ef að við fáum nýtt gos ofan í það sem nú er. Þá teljum við okkur hafa ágætis svigrúm til þess að rýma bæinn. Þetta er auðvitað fjöldi sem dvelur í bænum yfir daginn en rýming bæjarins tæki skamman tíma,“ segir Úlfar. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Gist er í um tuttugu húsum á hverri nóttu í bænum en á svæðinu eru einnig lögreglumenn, slökkviliðsmenn og fleiri viðbragðsaðilar. Um þrjú hundruð manns starfa í bænum á hverjum einasta degi. „Það er búið að girða af hættuleg svæði inni í bænum. Og varnarorðin eru alltaf þau sömu, að fólk haldi sig við akbrautir og gangbrautir. En bærinn er ágætlega varinn hvað þetta varðar,“ segir Úlfar. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og enn er einhver smáskjálftavirkni á svæðinu sem er að aukast örlítið. Engar stórar breytingar hafa átt sér stað á svæðinu síðan í gær og enn mallar í gígnum.
Grindavík Veitingastaðir Lögreglumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bakarí Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira