Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2024 07:37 Eurovision-keppnin fer fram í Malmö Arena í Malmö að þessu sinni. EPA Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights. Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Göteborgs-Posten í morgun. Þar segir að hver á sem reynir að koma palestínskum fána eða skilti með pólitískum boðskap inn í höllina verði stöðvaður við innganginn. Samkvæmt reglum eru fánar þeirra landa sem keppa í Eurovision leyfðir í höllinni. Ein undantekning sé á þessu, það er regnbogafáninn, þar sem hann sé ekki notaður í pólitískum tilgangi. Búið er að sækja um leyfi fyrir tugi mótmælafunda í Malmö á meðan á Eurovision-vikunni stendur og segir í frétt GP að ákvörðunin um að banna palestínska fánann í Eurovision-höllinni sé tilraun skipuleggjenda til að hafa keppnina eins ópólitíska og mögulegt sé. Palestínski fáninn hefur ítrekað komið við sögu Eurovision-keppninnar í þeim tilgangi að mótmæla þátttöku Ísraela í Eurovision og aðgerða Ísraela gegn palestínsku þjóðinni. Sjaldan hefur mótmælaaldan verið meiri en í ár vegna stríðsreksturs Ísraela á Gasa. Árið 2019 kom palestínski fáninn í tvígang fyrir í útsendingu þar sem liðsmenn Hatara tóku upp palestínska fánann í græna herberginu þegar myndavélin var á þeim. Lauk því máli með að Ríkisútvarpið var sektað um fimm þúsund evrur. Sama ár var einn af dönsurunum í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem stóð fyrir atriði á meðan á símaatkvæðagreiðslu stóð, með palestínskan fána á bakinu. Hera Björk verður fulltrúi Íslands í Eurovision í ár þar sem hún mun flytja lagið Scared of Heights.
Eurovision Svíþjóð Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08 Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Sjá meira
Halda samstöðutónleika á sama tíma og Ísland keppir í Eurovision Hópur tónlistarmanna kemur fram á samstöðutónleikum með Gasa í Háskólabíó þann 7. maí klukkan 19.30. Á sama tíma keppir Ísland í fyrri undankeppni Eurovision í Malmö í Svíþjóð. Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, Beta, er ein þeirra sem kemur að skipulagningu tónleikanna. 30. apríl 2024 11:08
Hera í gylltum galla á fyrstu æfingunni Hera Björk steig í fyrsta skiptið á Eurovision sviðið á sinni fyrstu æfingu í Malmö í gær. Þar mátti sjá Heru í glænýjum gylltum samfestingi. 29. apríl 2024 10:24