Litaðir seðlar til skoðunar og málið á mjög viðkvæmu stigi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. maí 2024 07:01 Lýst var eftir þjófunum tveimur þann 26. mars síðastliðinn. Þeir eru enn ófundnir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögregla heldur spilunum afar þétt að sér við rannsókn á þjófnaði á tuttugu til þrjátíu milljónum króna í Hamraborginni fyrir rúmum fimm vikum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að reynt hafi verið að koma lituðum peningum í umferð. Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn. Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Það var mánudaginn 25. mars sem tveir grímuklæddir karlmenn bökkuðu bíl sínum upp að litlum sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar sem stóð fyrir utan veitingastaðinn Catalinu í Hamraborg í Kópavogi. Í skotti sendiferðabílsins voru sjö peningatöskur; Fimm tómar en tvær með tuttugu til þrjátíu milljónir króna úr spilakössum Videomarkaðarins handan götunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst önnur peningataskan tóm á víðavangi í Mosfellsbæ og voru vísbendingar um að litasprengja hefði sprungið í töskunni. Fyrir vikið ættu peningaseðlar úr þeirri tösku að vera með bláum lit. Um er að ræða alls konar notaða peninga seðla, allt frá fimm hundruð krónum og upp úr. Engir slíkir seðlar með bláum lita höfðu sést þegar fréttastofa ræddi við Aðalstein Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumann fyrir tæpum tveimur vikum. „Við erum þá að tala um litaða peninga sem eru bláir að lit. Það er rétt að vekja athygli á því ef einhverjir slíkir peningar færu í umferð, að láta lögreglu vita,“ sagði Aðalsteinn þann 18. apríl. Síðan þá virðist hafa dregið til tíðinda. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla fengið ábendingar um litaða peningaseðla í umferð. Meðal annars á stöðum sem reka spilakassa. Aðalsteinn Örn segir rannsókn málsins á mjög viðkvæmum stað. „Lögregla gefur á þessari stundu engar yfirlýsingar. Við getum ekki tjáð okkur um þetta mál eins og staðan er núna,“ segir Aðalsteinn Örn.
Lögreglumál Kópavogur Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26 Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þjófnaðurinn áfall fyrir reynslumikla öryggisverði Sjö mínútur liðu frá því þjófarnir í Hamraborg brunuðu í burtu með sjö peningatöskur og þar til upp komst um þjófnaðinn. Þjófavarnakerfi í bíl Öryggismiðstöðvarinnar fór ekki í gang og engin melding barst fyrirtækinu um þjófnaðinn. Það var ekki fyrr en öryggisverðirnir komu að bílnum að upp komst um glæpinn. Þeir eru reynslumiklir og í áfalli að sögn framkvæmdastjóra. 22. apríl 2024 14:26
Þjófunum yfirsást taska með milljónum króna Þjófarnir í Hamraborgarmálinu tóku ekki eftir poka sem innihélt milljónir króna í peningaflutningabílnum sem þeir stálu úr. Öryggismiðstöðin hefur ekki viljað tjá sig um málið. 19. apríl 2024 18:59
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent