Allt að fimm milljóna króna sekt á hvern fisk Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2024 19:30 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir að í frumvarpi hennar um lagareldi sé mun betur hugað að náttúru- og umhverfisvernd í tengslum við sjókvíaeldi en hingað til hafi verið gert. Vísir/Vilhelm Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra um lagareldi. Ráðherra segir frumvarpið taka miklu betur á umhverfismálum en gert hafi verið hingað til. Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Matvælaráðherra hefur brugðist við mikilli gagnrýni á fyrirhuguð ótímabundin rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í frumvarpi hennar um lagareldi sem hingað til hafa verið gefin út til sextán ára. Fulltrúar ráðuneytis hennar mættu á fund atvinnuveganefndar í morgun þar sem lagt var til við nefndina að leyfin yrðu tímabundin. Ráðherra segir það kalla á breytingar á öðrum greinum frumvarpsins en megintilgangur þess væri að skýra reglur og auka eftirlit. Með frumvarpinu væri mun betur tekið á náttúru- og umhverfisvernd en í gildandi lögum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherrahefur fallið frá áformum um ótímabundin rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi.Stöð 2/Einar „Miklu betur. Það er ekki spurning um það. Við erum að setja hámark á lús, það er bara einn aðili á hverju smitvarnasvæði í stað þess að fleiri hafa getað verið þar áður. Þannig að það er þá eini aðilinn sem ber ábyrgð á að allt sé í lagi,“ segir Bjarkey. Þá verði firðir hvíldir að lágmarki í 90 daga á milli kynslóða fiska. Fyrirtæki geti misst leyfi fari starfsemin ekki eftir lögum og reglum. „Auðvitað getum við alltaf átt von á að það verði slys í þessari atvinnugrein eins og öðrum sem hafa áhrif á umhverfi okkar. En við erum að reyna að lágmarka það með þessum aðgerðum sem frumvarpið er að leggja til,“ segir matvælaráðherra. Grafík/Hjalti Fyrir hvern frjóan fisk sem finnst í ám þar sem hætta væri á erfðablöndum mætti sekta fyrirtæki um fimm milljónir króna upp að 750 milljónum króna. Og sektin yrði milljón á hvern fisk sem finnst í ám utan áhættumats erfðablöndunar. Þá mætti minnka lífmassann hjá fyrirtækjum og fleira. Vonandi náist friður um frumvarpið eftir breytingar í atvinnuveganefnd. „Já, ég vona það svo sannarlega. Því eins og ég segi; við viljum held ég ekkert okkar óbreytt ástand. Það er ófremdarástand búið að ríkja í þessari grein eins og við sáum í fyrra sumar í þessum stóru sleppingum. Þannig að með því að taka betur utan um það, með því að mæta sjónarmiðum og réttlætiskennd fólks varðandi þessi ótímabundnu leyfi, vona ég svo sannarlega að við náum saman um þau atriði sem þarf að ná þar fyrir utan,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Alþingi Tengdar fréttir Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34 Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52 Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34 „Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Matvælaráðherra segir fiskeldisfrumvarp mikla bragarbót fyrir umhverfið Matvælaráðherra vonar að sátt geti skapast um frumvarp hennar um lagareldi með því að gera rekstrarleyfi fyrirtækja í sjókvíaeldi tímabundin. Frumvarpið feli í sér stórfelldar úrbætur í umhverfisvernd; reglur verði skýrari og eftirlit meira. 30. apríl 2024 11:34
Björk varar við frumvarpi um sjókvíeldi Björk Guðmundsdóttir varar við frumvarpi um lagareldi og hvetur fólk til að setja nafn sitt á undirskriftalista Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur og skora á Alþingi að hafna frumvarpinu. 27. apríl 2024 16:52
Ráðherra reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að breytingum Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, lýsir því yfir að hún sé reiðubúin að vinna með atvinnuveganefnd að þeim breytingum á lagareldisfrumvarpinu sem nefndin kunni að vilja gera, einnig í eldfimum málum líkt og ótímabundin rekstrarleyfi í sjókvíaeldi. 26. apríl 2024 19:34
„Ákveðnar efasemdir um ákveðna þætti“ Formaður atvinnuveganefndar segist staldra við ýmsa þætti umdeilds frumvarps um lagareldi, þó að í því felist einnig úrbætur. Of snemmt sé að segja til um það hvort frumvarpið breytist mikið í meðförum nefndarinnar, sem tekur það fyrir á fundi á morgun. 25. apríl 2024 13:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels