Leggja til kröfu um sólarsellur á þaki nýbygginga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. apríl 2024 13:21 Hér er verið að leggja sólarsellur á þak heimilis í Frankfurt. Í skýrslu starfshópsins segir að gert sé ráð fyrir að sólarorka verði einn mikilvægasti orkugjafinn í heiminum innan skamms. vísir/AP Sólarorka mun gegna lykilatriði í orkuskiptum segir formaður starfshóps umhverfisráðherra um bætta orkunýtni. Gera á kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur samkvæmt tillögum starfshópsins. Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins. Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Umhverfisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar- og öflunar með tilliti til orkuþarfar vegna markmiða um full orkuskipti fyrir árið 2040. Hópurinn kynnti skýrslu sína í morgun og í henni segir að lágt raforkuverð á Íslandi hafi í raun verið helsta hindrunin fyrir fjölgun smávirkjana og nýtingu nýrra orkugjafa á borð við sólarorku. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og formaður starfshópsins, segir að það muni breytast innan næstu þriggja til fimm ára samhliða lækkandi verði á sólarsellum. „Þær geta til dæmis verið á fjölbýlishúsum eins og er að gerast í Reykjavík. Við erum líka að gera tillögu um að jafnvel iðnaðarhverfi komi sér saman upp birtusellum á húsþökum og myndi eyju í hverfinu þar sem menn framleiða rafmagnið saman og verða þannig virkir notendur. Síðan eru komnar á markaðinn rafhlöður sem hægt er að hlaða inn á þegar notkun er minnst,“ segir Ásmundur. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi formennsku í starfshóp umhverfisráðherra um bætta orkunýtni og tækifæri til orkuöflunar.Vísir/Vilhelm Starfshópurinn leggur til að frá árinu 2030 ætti að gera kröfu um að nýbyggingar séu tilbúnar fyrir sólarsellur og jafnvel að krafa sé gerð um að þær eigi innan ákveðins tíma að vera komnar upp. Þá þurfi að skoða hvort leyfa eigi sólarorkuver á landbúnaðarlandi eða fljótandi sólarsellur á uppistöðulónum virkjana. Stefna eigi að því með markvissum aðgerðum að eftir um fimmtán ár verði árleg orkuframleiðsla með sólarorku komin upp í 400 GWst, sem jafngildir um tveimur prósentum af orkunotkun ársins 2022 Fjölga smávirkjunum Einnig þurfi að liðka fyrir nýtingu smávirkjana. Samkvæmt nýlegri kortlagningu Orkustofnunar eru um tvö þúsund og fimm hundruð náttúrulegir og landfræðilegir möguleikar fyrir smærri vatnsaflsvirkjanir taldir til staðar hér á landi. „Við erum að segja að við getum náð í um fimm prósent af af þeirri orkuaukningu sem við þurfum, og það væru fimmtíu til sextíu virkjanir sem gætu skipt máli. Þá erum við að hvetja til þess að þetta sé á þeim svæðum þar sem það er augljós kostur og einfalda þarf leyfiskerfið þannig að þetta vefjist ekki fyrir einstaklingum í sveitum,“ segir Ásmundur. Hér má lesa skýrslu starfshópsins.
Orkuskipti Orkumál Umhverfismál Alþingi Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira