Aukin virkni í gosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 09:40 Þorvaldur Þórðarson sér helst þrjár sviðsmyndir í stöðunni. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir merki uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt. Landris í Svartsengi hafi stöðvast og kvika leiti nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. „Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49