Aukin virkni í gosinu Árni Sæberg skrifar 30. apríl 2024 09:40 Þorvaldur Þórðarson sér helst þrjár sviðsmyndir í stöðunni. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir merki uppi um að virkni hafi aukist í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni í nótt. Landris í Svartsengi hafi stöðvast og kvika leiti nú beint upp á yfirborð úr dýpra kvikuhólfinu. „Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Það virðist hafa orðið einhver aukning í virkninni í nótt. Eins og þetta sé í fasa fyrir það sem við erum búin að vera að segja. Þegar þetta grunnstæða kvikuhólf fyllist, eins og það er að gera núna, þá fer það kvikumagn sem var að flæða inn í það bara beint upp. Það mun bæta við flæðið úr gígnum. Mér sýnist það hafa gerst en þetta er engin dramatík,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í samtali við Vísi. Gæti enn bæst við úr grynnra hólfinu Hann segir kvikuflæði úr dýpra kvikuhólfinu hingað til hafa skipst nokkurn vegin til helminga milli grynnra kvikuhólfsins og eldgossins. Því fari flæðið úr gígnum nú úr um þremur rúmmetrum á sekúndu í sex rúmmetra á sekúndu. „Þetta er nú engin stóraukning en þetta er aukning. Mér sýndist ég sjá á virkninni yfir nóttina að hún passi við það. Svo er spurning hvort að kvikugeymslan, sem við teljum að sé komin að þolmörkum, hvort kvika fari að flæða úr henni. Ef það gerist þá getur hún bæst við það flæði sem núna er að koma úr gígnum. Þá myndi það auka frekar í gosið á næstu dögum en ég hugsa að það verði engin mikilfengleg sýn. Engar stórar sprungur og miklir kvikustrókar, þetta verður rólegra ferli.“ Kvikan gæti líka storknað í hólfinu Þó segir Þorvaldur einnig möguleika á því að kvikan fari ekki neitt úr hólfinu heldur einfaldlega storknað þar. „Ef það verður raunin þá verður ekkert landsig í Svartsengi. Þá hættir landrisið og hlutirnir hægja á sér í rólegheitum og enda bara. Þannig að það eru ákveðin teikn á lofti um að þetta verði bara rólegt.“ Gosrásin gæti haldist opin Hins vegar gæti það líka gerst að gosrásin haldist opin og gosið gæti úr gígnum til lengri tíma. „Þannig að þetta eru þessar sviðsmyndir sem ég sé úr þessu. Ég sé nú ekki að við séum að fara að fá eitthvað stórt sprungugos á einhverjum nýjum stað. En við getum aldrei útilokað neitt slíkt heldur. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan hlaupi þarna úr og opni þá þessa gossprungu, sem hefur verið að opnast í þessum gosum, fari í gang í einhvern tíma og lognist svo út af.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46 Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46 Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Mögulega að hægjast á landrisi í Svartsengi Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 28. apríl 2024 12:46
Líklegt að það styttist í brotmörk Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju. 27. apríl 2024 20:46
Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27. apríl 2024 13:49
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?