Innlent

Vinstri græn aldrei með minna fylgi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tók við embætti formanns Vinstri grænna þegar Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra sagði sig úr stjórnmálum og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. 
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra tók við embætti formanns Vinstri grænna þegar Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra sagði sig úr stjórnmálum og bauð sig fram til embættis forseta Íslands.  Vísir

Vinstri græn mælast með 4,4 prósent fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna í könnunum Gallup. Þá dregst stuðningur við ríkisstjórnina saman. 

Niðurstöður úr þjóðarpúlsinum voru birtar á vef RÚV fyrr í kvöld. Þar kemur fram að fylgi við Framsóknarflokkinn hafi aukist milli mánaða. Í síðasta mánuði var fylgi Framsóknar 7,3 prósent en er nú 8,8 prósent. Framsókn er því komin fram úr Pírötum, sem mældust ögn hærri í þjóðarpúlsi síðasta mánaðar.

Þá eykur Flokkur fólksins fylgi sitt milli mánaða og mælist með 7,2 prósent en var með 6,2 prósent í síðasta mánuði. Enn og aftur mælist fylgi Samfylkingarinnar mest, 29,7 prósent en í síðasta mánuði var það 30,9 prósent.

Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða. Sjálfstæðisflokkurinn er í 18 prósentum og Miðflokkurinn í 12,8 prósentum. 7,5 prósent sögðust myndu kjósa Viðreisn en fylgi Sósíalistaflokksins mældist 3,4 prósent. 

Könnunin var framkvæmd dagana 3.–28. apríl 2024. Heildarúrtaksstærð var 9.925 og þátttökuhlutfall 48,1 prósent. Þátttakendur voru valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×