Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 08:42 Bergur segir gönguna hafa verið erfiða en hann ætli sér að ljúka henni. Mynd/Stefnir Snorrason Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira