Ögurstund og opnunarhóf hjá frambjóðendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 19:13 Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir og Guðmundur Felix Grétarsson forsetaframbjóðendur voru öll á fullu í dag. Vísir/Bjarni Útlit er fyrir að tíu verði í framboði til embættis forseta Íslands þann 1. júní næstkomandi, eftir að einn bættist í hóp þeirra sem safnað hafa lágmarksfjölda meðmæla nú síðdegis. Frambjóðendur voru á útopnu í dag, daginn áður en framboðsfrestur rennur út. Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Veðrið lék við borgarbúa á sumardagin fyrsta aldrei þessu vant, fjölmargir lögðu leið sína niður í bæ. Sumir fengu sér bjór á Austurvelli, aðrir litu inn á kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda. Halla Hrund Logadóttir opnaði kosningamiðstöð sína í Nóatúni; þar var heitt á könnunni og létt yfir viðstöddum. „Ótrúlegt í einu orði sagt. Bjartur og fagur dagur, mikil stemning og endalaus meðbyr. Maður finnur það svo sterkt að fólk vill vera með í liði,“ segir Halla Hrund. Sumargleði og brauðtertur Katrín Jakobsdóttir bauð upp á íburðarmikla dagskrá á sumargleði við Austurvöll síðdegis. „Nú erum við að hefja kosningabaráttuna á höfuðborgarsvæðinu með því að fagna sumri. Það er í raun og veru ekki hægt að reikna neitt út í svona kosningum þannig að ég er mjög sátt við hvernig þetta byrjar. En ég minni á að það er langt í kosningar enn þá þannig að við eigum örugglega eftir að sjá miklar breytingar,“ segir Katrín. Þá svignuðu veisluborð undan brauðtertum við opnun kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar á Grensásvegi. Hann kvaðst gríðarsáttur við mætinguna í dag. „Móttökurnar hafa verið þess eðlis að við erum mjög bjartsýn á framhaldið en auðvitað eru þessar skoðanakannanir aðeins mæling á nákvæmlega þessum tímapunkti. Kosningabaráttan er rétt að byrja,“ segir Baldur. Gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana Og neðst í Bankastrætinu var Guðmundur Felix Grétarsson að safna undirskriftum þegar fréttamaður hitti hann á fjórða tímanum í dag. „Þetta skríður, það er smá í land en vantar herslumuninn bara.“ Guðmundur átti um tvö hundruð undirskriftir eftir þarna á fjórða tímanum og virtist verða nokkuð ágengt við söfnunina. Í fréttinni hér fyrir ofan má sjá þegar Guðmundur nældi í einn meðmælanda. Ertu bjartsýnn á að ná þessu? „Já og nei. Ég allavega hætti ekkert fyrr en í fulla hnefana, fyrst maður er kominn með hnefa til þess að hafa fulla!“ segir Guðmundur Felix. Framboðsfrestur rennur út á morgun. Helga Þórisdóttir var í dag sú tíunda til að tilkynna að hún hefði náð lágmarksfjölda undirskrifta, á ögurstundu. Helga bætist þannig í hóp tíu frambjóðenda sem hafa að eigin sögn safnað að minnsta kosti fimmtán hundruð meðmælum og verða þá að óbreyttu á kjörseðlinum 1. júní.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50 Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25. apríl 2024 14:50
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07