Pétur Einarsson leikari látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 14:17 Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur Einarsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi skólastjóri Leiklistarskóla Íslands er látinn, 83 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 24. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn. Andlát Menning Leikhús Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Péturs. Henni fylgir æviágrip um líf hans og störf, en hann var umsvifamikill á sviði leiklistar hér á landi. Pétur fæddist 31. október 1940 í Vestmannaeyjum, sonur Einars Guttormssonar læknis og Margrétar Kristínar Pétursdóttur húsmóður. Pétur lauk námi frá Leiklistarskóla LR og stundaði leiklistarnám í Háskólanum í Georgíu í Bandaríkjunum. Pétur kom víða við á ferlinum en hann vann lengst af hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék á tíunda tug hlutverka í leiksýningum félagsins. Má þar nefna Dúfnaveisluna, Atómstöðina, Selurinn hefur mannsaugu, Pétur og Rúna og Hart í bak. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975, titilhlutverkið í Makbeð ári síðar og aðalhlutverkið í Sölumaður deyr árið 2002. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarðinum árið 2011. Pétur var valinn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavíkur 2017. Pétur lék einleikinn Býr Íslendingur hér hjá Íslenska leikhúsinu árið 1993 og fór með sýninguna í leikferð til Þýskalands og lék hana á þýsku. Helstu hlutverk hans í sjónvarpi voru Loftur í Galdra-Lofti árið 1970 og Gunnar í Degi vonar árið 1988. Pétur leikstýrði fjölda verkefna meðal annars Poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Pétur var fyrsti skólastjóri Leiklistarskóla Íslands eftir stofnun hans árið 1975. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 1983 og byggði þar upp grunn að leiklistarmenntun á Íslandi, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Pétur var í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur, stofnfélagi Félags leikstjóra á Íslandi og formaður þess um tíma, formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndunum, formaður Leiklistarráðs, ritari Leiklistarsambands Íslands og fulltrúi Íslands í stjórn Norræna leiklistarsambandsins. Hann sat um tíma í stjórn Bandalags íslenskra listamanna, Listaháskóla Íslands og Kvikmyndasjóðs auk þess sem hann var fulltrúi Íslands í Norrænu leiklistarnefndinni. Um langt skeið vann Pétur við að hjálpa fólki að hætta að reykja með aðferð Allen Carr´s, The Easy Way to Stop Smoking. Eftirlifandi eiginkona Péturs er Birgitte Heide, listdansari og kennari hjá Listdansskóla Íslands. Pétur lætur eftir sig sex börn og ellefu barnabörn.
Andlát Menning Leikhús Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira