Kólnar á öllu landinu eftir óvenjugóðan fyrsta sumardag Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. apríl 2024 13:47 Það er enn þá vor þó að haldið sé upp á sumardaginn fyrsta í dag, segir veðurfræðingur. Vísir/vilhelm Barnamenningarhátíð, skátafjör og skrúðgöngur eru á meðal þess sem landsmenn geta dundað sér við í dag, á sumardaginn fyrsta. Besta veðrið er á suðvesturhorninu, þar sem dagurinn er óvenjuveðursæll. „Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
„Eftir hæga breytilega átt síðustu daga er að snúast í norðanátt, þó fremur hæga víðast hvar á landinu. Henni fylgir að það er að þykkna upp fyrir norðan, verður skýjað þar og kólnar. En sunnan heiða verður að mestu léttskýjað og hitinn ætti að ná tveggja stafa tölu ansi víða,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur og bætir við að best sé veðurútlitið suðvestantil. „Þetta er náttúrulega ekki það besta sem hefur gerst en þetta er í betri kantinum, að fá svona sólríkt og hægan vind.“ Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík á sumardaginn fyrsta er 13,5 stig árið 1998 en á landsvísu er það 19,8 stig á Akureyri 1976. Lægsti hiti á sumardaginn fyrsta mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, 18,2 stiga frost. Og talandi um kulda - eftir veðurblíðu síðustu daga fer veður nú kólnandi. „Þessi hæð sem er búin að vera hér yfir landinu undanfarið hún er að gefa aðeins eftir. Það er heldur kólnandi á öllu landinu á næstunni en helst nú mikil til bjart sunnan jökla,“ segir Eiríkur. Þannig að eins og svo oft áður á sumardaginn fyrsta er sumarið ekki alveg komið? „Nei, það er enn þá vor í nútímaskilningi.“ Fjölbreytt dagskrá er víða um land í tilefni dagsins og hér fylgir langt í frá tæmandi listi; barnamenningarhátíð heldur áfram í Reykjavík og skátahreyfingin stendur fyrir húllumhæi í flestum landshlutum. Í Hafnarfirði er meðal annars blásið til skrúðgöngu og víðavangshlaups og skrúðganga verður sömuleiðis gengin í Garðabæ. Á Akureyri verður ýmislegt í gangi í tenglslum við Barnamenningarhátíð eins og hér í höfuðstaðnum og eyfirski safnadagurinn haldinn hátíðlegur.
Veður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira