Bayern hyggst ráða manninn sem United losaði sig við Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2024 23:30 Ralf Rangnick er 65 ára gamall og er efstur á óskalista Bayern Munchen. Getty Bayern München er í þjálfaraleit fyrir sumarið og hefur sett sig í samband við Ralf Rangnick, sem þjálfaði Manchester United í hálfa leiktíð. Rangnick hefur skilað góðu starfi með austurríska landsliðið að undanförnu. „Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni. Þýski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
„Bayern hafði samband við okkur og ég lét austurríska sambandið vita af því,“ er haft eftir Rangnick í austurrískum fjölmiðlum. „Einbeiting mín er á austurríska landsliðið. Augu okkar allra eru á EM. Mér líður vel hér,“ sagði Rangnick enn fremur. Rangnick var lengi þjálfari Hoffenheim, milli 2006 og 2011, og kom þá nýríku liðinu úr þriðju deild upp í þá efstu í Þýskalandi. Við tók skammvinn dvöl hjá Schalke, þar sem hann vann þýska bikarinn. Þá tók hann við íþróttastjórastöðu hjá liðum Red Bull í Leipzig og Salzburg og starfaði hjá Red Bull fram til 2019 – þar sem hann þjálfaði Leipzig í tvígang, 2015-2016 og 2018-2019. Hann var ráðinn sem bráðabirgðastjóri Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær var rekinn 2021 með það fyrir sjónum að vera yfirmaður nýs þjálfara og starfa næstu tvö árin hjá enska félaginu. Hætt var við það eftir misheppnaða þjálfaratíð hans sem lauk í maí 2022. Síðan þá hefur hinn 65 ára gamli Rangnick gert góða hluti með karlalandslið Austurríkis, komið því á EM í Þýskalandi í sumar og unnið 13 af 21 leik. Austurríki verður í strembnum D-riðli Evrópumótsins í sumar ásamt Hollandi, Frakklandi og Póllandi. Rangnick er efstur á lista Bayern og þykir líklegastur til að taka við liðinu í sumar eftir höfnun Xabi Alonso og Julians Nagelsmann. Þegar hefur verið tilkynnt að Thomas Tuchel verði sagt upp störfum að leiktíðinni lokinni.
Þýski boltinn Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Katla hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira