Ofbeldisbrotum fjölgar á sama tíma og lögreglumönnum fækkar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2024 23:44 Halla Bergþóra segir fækkun lögreglumanna meðal annars koma niður á því hversu hratt mál eru afreidd. Vísir/Bjarni Tilkynningum um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um áttatíu og fimm prósent á síðustu tíu árum á sama tíma og lögreglumönnum hefur fækkað um fjörutíu. Lögreglustjóri kallar eftir breytingum. Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“ Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Tvö manndráp eru nú til rannsóknar á landinu. Annars vegar andlát litháísks karlmanns í sumarbústað í Kiðjabergi um helgina en tveir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þess, sem Landsréttur staðfesti síðdegis. Mennirnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi þriðjudags og eru báðir í einangrun. Hins vegar er til rannsóknar andlát konu um fimmtugt á Akureyri í gærmorgun. Karlmaður á sjötugsaldri er í gæsluvarðhaldi vegna þessa grunaður um að hafa orðið henni að bana. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðstoðar við rannsókn mála af þessum toga og mikið álag hefur verið á deildinni að undanförnu. „Við erum búin að vera með eitt mjög stórt mansalsmál og svo hefur alvarlegum ofbeldismálum fjölgað,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Frá árinu 2013 hafa tilkynningar um alvarleg ofbeldisbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu nærri tvöfaldast. Á undanförnum sautján árum hefur lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um nokkra tugi. Árið 2007 voru þeir 339 talsins og töldu helming allra lögreglumanna á landinu. Síðan þá hefur þeim fækkað hægt og rólega og voru í fyrra 297. Lögreglumönnum á landinu hefur fjölgað um áttatíu á sama tímabili þannig að hlutfall lögreglumanna á höfuðborgarsvæðinu af heildarfjölda telur nú 39 prósent. Þá hefur fjöldi lögreglumanna ekki fylgt mannfjöldaþróun. Árið 2007 voru 2,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,73 á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Hægt og rólega hefur þetta minnkað. Nú eru þeir 1,96 á hverja þúsund íbúa á Íslandi og 1,2 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt evrópskum stöðlum ættu að vera 3,3 lögreglumenn á hverja þúsund íbúa. „Ef við ætlum að segja að við eigum að hafa sirka þrjá þá vantar okkur rúmlega 500 lögreglumenn. Bara til að vera til jafns við umdæmin í kringum okkur, sem eru með um tvo lögreglumenn á hverja þúsund íbúa, þá vantar okkur samt 250 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðið. Það segir auðvitað það að það er gríðarlegt álag á lögreglumönnunum sem vinna hér,“ segir Halla. Hvaða áhrif hefur þetta á ykkar störf? „Þetta hefur auðvitað bara þau áhrif á okkar störf að það er mikið álag á þeim sem eru að sinna þeim en hefur kannski líka þau áhrif að við getum minna sinnt frumkvæðislöggæslu. Síðan hefur þetta líka áhrif inn í rannsóknir og málshraða sérstaklega. Það vantar fjármagn og, þó maður geti kannski ekki fjölgað um svona marga í einu, vantar lögreglumenn.“
Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Lögreglan Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira