Innlent

Raf­magns­laust á Blöndu­ósi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Rafmagnsbilun hefur verið frá tíu í kvöld.
Rafmagnsbilun hefur verið frá tíu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er á Blönduósi og verið er að leita að bilun. Rafmagnsbilun hefur verið hið minnsta síðan klukkan tíu í kvöld.

Rarik greinir frá þessu í tilkynningu á vefsíðu sinni. Þar eru þeir sem hafa einhverjar upplýsingar sem gætu komið að gagni við bilunarleit beðnir um að hafa samband við Svæðisvakt RARIK á Norðurlandi.

Unnið er að því að einangra bilunina og bundnar eru vonir við það að hægt sé að koma rafmagni aftur á sem fyrst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×