Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 13:31 Halla Hrund Logadóttir hefur óvænt blandað sér í slaginn um Bessastaði, sé miðað við nýjustu kannanir. Hún á sér aðdáendur víða, meðal annars í Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem segir hana eina með öllu. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Kári hættur hjá Íslenski erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00