Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. apríl 2024 21:00 Það er örlítið rok í höfuðborginni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk að kenna lítillega á því. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29