Opna miðstöð fyrir palestínsk börn Árni Sæberg skrifar 18. apríl 2024 20:24 Sams konar miðstöð var opnuð fyrir úkraínsk börn. Reykjavíkurborg Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn á leikskóla-, grunnskóla- og framhaldsskólaaldri verður komið á fót í kjölfar fjölskyldusameiningar fólks frá Palestínu. Þetta var samþykkt í borgarráði í dag og stefnt er að formlegri opnun mánudaginn 22.apríl. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að í síðasta mánuði hafi 35 börn komið frá Gasa til Reykjavíkur á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þau séu komin í þjónustu velferðarsviðs á forsendum samræmdrar móttöku flóttafólks. Í hópnum séu fmmtán börn á leikskólaaldri, 19 á grunnskólaaldri og eitt barn á framhaldsskólaaldri. Þá liggi fyrir að fjölga muni í þessum hópi á næstu vikum. Mikilvægt þyki að koma á fót skóla- og fjölskyldumiðstöð sem gegni því hlutverki að vera skjól fyrir börnin við komuna til landsins og fyrstu vikurnar í íslensku samfélagi. Í miðstöðinni sé gert ráð fyrir þátttöku foreldra og hugsanlega annarra ættingja, jafnvel systkina sem þegar eru búsett á Íslandi. Börnin komi úr ómannúðlegum aðstæðum Um sé að ræða tímabundið úrræði til að mæta náms- og félagslegum þörfum barnanna. Ljóst sé að þessi börn koma úr ómannúðlegum aðstæðum og rannsóknir sýni að börn sem þurft hafa að upplifa stríð kljást við áfallastreitu. „Því er mikilvægt að skapa griðastað þar sem börn og fjölskyldur þeirra upplifa öryggi, rútínu og hlýju.“ Áfallamiðuð nálgun verði leiðarljós í starfinu með áherslu á náið og gott samstarf skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, velferðarsviðs, Rauða kross Íslands, Unicef og annarra sem koma að velferð og námi barna. Í miðstöðinni muni starfa fólk úr skóla- og frístundastarfi með þekkingu á eða bakgrunn frá Austurlöndum nær auk starfsfólks með góða íslenskukunnáttu. Góð reynsla hafi skapast af verkefni sem þessu þegar tekið var á móti fólki frá Úkraínu fyrir tveimur árum síðan. Hugmyndin sé að starfrækja miðstöðina til 30. júní næstkomandi og hún eigi að skapa blíða byrjun fyrir börnin inn í almennt skóla- og frístundastarf í Reykjavík. Sækjast eftir þrettán milljónum Skóla- og fjölskyldumiðstöðin verði opin virka daga frá klukkan 8:30 til 13:00 og áhersla verði lögð á eftirfarandi: Vettvang fyrir samveru fjölskyldna. Samfélagsfræðslu. Mat á náms- og félagslegri stöðu barna. Kynningu á leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfi, meðal annars með vettvangsheimsóknum. Latneska leturgerð. Grunnorðaforða í íslensku. Undirbúning fyrir leik- og grunnskólagöngu. Undirbúning fyrir foreldra í skólafærni. Verkefnið sé fjármagnað að hluta úr ramma skóla- og frístundasviðs en þörf sé á viðbótarfjármagni upp á 13,1 milljón króna og sótt verði um styrk frá mennta- og barnamálaráðuneytinu til að mæta þeim viðbótarkostnaði.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Borgarstjórn Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira