Katrín á toppnum um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 18. apríl 2024 21:01 Katrín Jakobsdóttir hefur verið á ferð um Strandir og suðurhluta Vestfjarða undanfarna daga. Facebooksíða Katrínar Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð örugga forystu meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna. Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan: Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Miðað við síðustu könnun Maskínu fyrir tíu dögum eykur Katrín forskotið um rúmt prósentustig, eða úr 6,2 prósentustigum í 7,4 prósentustig. En aukningin er kannski innan skekkjumarka. Nú er Katrín með 31,4 prósenta fylgi en Baldur Þórhallsson með 24 prósenta fylgi. Katrín hefur aukið forskot sitt á Baldur um rúmt prósentustig á tíu dögum milli kannana Maskínu. Halla Hrund hefur nánast tvöfaldað fylgi sitt á milli kannana.Grafík/Hjalti Það er hins vegar athyglivert við þessa könnun að nú er ekki lengur marktækur munur á Baldri og Jóni Gnarr í þriðja sætinu með 18,9 prósent. En Jón hefur nú verið með nánast óbreytt fylgi á bilinu 18 til 19 prósent í öllum könnunum sem birtar hafa verið að undanförnu. Halla Hrund Logadóttir tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu Maskínu könnun og mælist með 10,5 prósent. Á hæla hennar kemur síðan nafna hennar Halla Tómasdóttir með 6,7 prósent. Aðrir frambjóðendur eru allir með minna en fimm prósent og nær einu eða tveimur prósentum. Katrín er með yfirburðarstöðu meðal kjósenda Vinstri grænna þar sem 85 prósent myndu kjósa hana. Þá myndu 48 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins og 34 prósent kjósenda Framsóknarflokksins einnig kjósa Katrínu. Hér sjáum við hvernig Katrín og Baldur raðast í fyrsta og annað sæti hjá kjósendum stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Lítill munur er hins vegar á fylgi Baldurs og Katrínar meðal kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar annars vegar og fylgi Jóns Gnarr og Baldurs hjá kjósendum Pírata hins vegar.Grafík/Hjalti Baldur er sterkastur meðal kjósenda Pírata (34%), Flokks fólksins (27%), Samfylkingarinnar (36%), og Viðreisnar (34%). En reyndar er fylgi kjósenda Samfylkingarinnar og Viðreisnar nánast jafnt á milli Katrínar og Baldurs og það sama má segja um kjósendur Pírata gagnvart Jóni og Baldri. Baldur mælist með 34 prósent hjá Pírötum og Jón með 33 prósent. Fylgi Höllu Hrundar er frá um 7 prósentum meðal kjósenda Viðreisnar upp í 22 prósent meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. Almennt fylgi hennar meðal flokkanna er á bilinu 10 til 13 prósent. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Fréttatímann í heild má sjá að neðan:
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06 Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31 Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20 Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Forsetaframbjóðendur í Pallborðinu klukkan 13 á morgun Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins á morgun, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. 18. apríl 2024 12:06
Katrín leiðir og hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, mælist með 31,4 prósent stuðning í nýrri skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem spurt var hvern fólk vildi sjá sem næsta forseta Íslands. Hún hefur tölfræðilega marktækt forskot á Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor sem nú mælist með 24 prósent fylgi. 18. apríl 2024 09:31
Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. 15. apríl 2024 19:20
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32