Innlent

Mynd­band af þjófunum í Hamra­borg í fréttum Stöðvar 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tuttugu til þrjátíu milljónum króna af spilakassapeningum af Videomarkaðnum í Hamraborg var stolið úr ómönnuðum sendibíl Öryggismiðstöðvarinnar þann 25. mars.
Tuttugu til þrjátíu milljónum króna af spilakassapeningum af Videomarkaðnum í Hamraborg var stolið úr ómönnuðum sendibíl Öryggismiðstöðvarinnar þann 25. mars. Vísir/Arnar

24 dagar eru liðnir síðan tveir grímuklæddir menn virtust hafa afskaplega lítið fyrir því að framkvæma líklega mesta þjófnað á reiðufé í sögu landsins. Myndbandsupptaka sem fréttastofa hefur undir höndum af þjófnaðinum verður sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við fulltrúa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um stöðu málsins sem er sögulegt í ljósi hárrar upphæðar. 

„Þetta er óvenjulegt að því leytinu til að við erum að tala um mjög háar fjárhæðir og að mönnum hafi tekist verknaðurinn sem slíkur. Já, þetta er smá óvenjulegt og þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna einhverja hliðstæðu,“ segir Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson rannsóknarlögreglumaður í samtali við fréttastofu.

Hann leggur áherslu á að rannsókn málsins sé í fullum gangi.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttatímann í heild sinni má sjá hér að neðan:


Tengdar fréttir

Sjá peningana úr Hamraborg ekki í umferð

Enn hefur enginn verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þjófnaði á tugum milljóna króna í reiðufé í Hamraborg í Kópavogi í mars síðastliðnum.

Þjófarnir leika lausum hala

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á því hverjir stálu á milli tuttugu til þrjátíu milljónum króna í formi spilakassapeninga í fórum starfsfólks Öryggismiðstöðvarinnar hefur ekki leitt til handtöku. Þjófarnir leika enn lausum hala.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×