Innlent

Fjölgun of­beldis­brota gegn lög­reglu og öðrum opin­berum starfs­mönnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Alls voru 57 hótanir um ofbeldi gegn lögreglu skráðar í lögreglukerfið LÖKE í fyrra og 28 hótanir gegn öðrum opinberum starfsmönnum. Þá voru 121 ofbeldisbrot gegn lögreglu skráð í kerfið og 50 brot gegn öðrum opinberum starfsmönnum.

Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um hótanir og ofbeldi gegn starfsmönnum lögreglu, ákæruvaldsins, handhöfum dómsvaldsins og starfsmönnum dómstóla.

Í svarinu segir að ekki sé unnt að greina frekar á milli starfstétta en milli lögreglu annars vegar og annarra opinberra starfsmanna hins vegar.

Fjöldi hótana um ofbeldi gegn lögreglumönnum er sá sami og hann var árið 2013 en lítilsháttar sveiflur hafa orðið á fjöldanum á síðasta áratug. Fjöldi ofbeldisbrota gegn lögreglu hefur sveiflast töluvert á sama tíma en brotin voru sem fyrr segir 121 í fyrr en 68 árið 2013.

Hvað varðar ofbeldi gegn öðrum opinberum starfsmönnum er aukningin mjög mikil og hefur farið vaxandi ár frá ári. Brotin voru 50 í fyrra en 24 árið 2022 og 25 árið 2021. Þau voru aðeins sex árið 2013.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×