Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2024 10:37 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ADHD-samtakanna í gær. Þar segir að biðlistar eftir greiningu og meðferð hafi meira en tvöfaldast á síðustu árum. „Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!“ segir í ályktuninni. Vilja rannsaka formanninn Samtökin skora einnig á Ölmu Möller landlækni að hefja ítarlega rannsókn á fullyrðingum frá Karli Reyni Einarssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, um óvandaðar og tilefnislausar ADHD-greiningar sálfræðinga og annarra geðlækna og óhóflegar lyfjaávísanir lækna vegna ADHD. „Slíkar dylgjur frá m.a. helsta talsmanni geðlækna á Íslandi, sem hingað til hefur ekki verið mótmælt opinberlega af einum einasta geðlækni, lækni eða sálfræðingi, hljóta að gefa tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu landlæknis, enda ber þessum starfsstéttum að vinna samkvæmt skýrum leiðbeiningum Embættis landlæknis um greiningu og meðferð vegna ADHD og ber embættið jafnframt eftirlitsskildu með starfsemi heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir Einarsson er formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Vegi að starfsheiðri kollega sinna Með órökstuddum fullyrðingum sínum hafi Karl Reynir vegið alvarlega að starfsheiðri sálfræðinga, geðlækna og lækna sem koma að þjónustu fólks með ADHD á Íslandi. „Málflutningur þessi hefur skapað mikið vantraust um verklag og vinnubrögð heilbrigðisstarfsfólks og á sama tíma stórskaðað málstað þeirra sem krefjast stórbættrar og sjálfsagðrar þjónustu hins opinbera fyrir fólk með ADHD. Landlæknir einn, getur og verður að bregðast við og endurvekja traust á þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, mættust í Pallborðinu hér á Vísi í nóvember á síðasta ári um ofgreiningu ADHD á Íslandi. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD? ADHD Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ADHD-samtakanna í gær. Þar segir að biðlistar eftir greiningu og meðferð hafi meira en tvöfaldast á síðustu árum. „Biðtími fullorðinna eftir ADHD greiningu og meðferð verður að óbreyttu vel á annan áratug hjá þeim sem nú hefja ferlið samkvæmt tilvísun Heilsugæslulæknis – vel á annan áratug!“ segir í ályktuninni. Vilja rannsaka formanninn Samtökin skora einnig á Ölmu Möller landlækni að hefja ítarlega rannsókn á fullyrðingum frá Karli Reyni Einarssyni, formanni Geðlæknafélags Íslands, um óvandaðar og tilefnislausar ADHD-greiningar sálfræðinga og annarra geðlækna og óhóflegar lyfjaávísanir lækna vegna ADHD. „Slíkar dylgjur frá m.a. helsta talsmanni geðlækna á Íslandi, sem hingað til hefur ekki verið mótmælt opinberlega af einum einasta geðlækni, lækni eða sálfræðingi, hljóta að gefa tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu landlæknis, enda ber þessum starfsstéttum að vinna samkvæmt skýrum leiðbeiningum Embættis landlæknis um greiningu og meðferð vegna ADHD og ber embættið jafnframt eftirlitsskildu með starfsemi heilbrigðisstarfsfólks,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir Einarsson er formaður Geðlæknafélags Íslands.Vísir/Vilhelm Vegi að starfsheiðri kollega sinna Með órökstuddum fullyrðingum sínum hafi Karl Reynir vegið alvarlega að starfsheiðri sálfræðinga, geðlækna og lækna sem koma að þjónustu fólks með ADHD á Íslandi. „Málflutningur þessi hefur skapað mikið vantraust um verklag og vinnubrögð heilbrigðisstarfsfólks og á sama tíma stórskaðað málstað þeirra sem krefjast stórbættrar og sjálfsagðrar þjónustu hins opinbera fyrir fólk með ADHD. Landlæknir einn, getur og verður að bregðast við og endurvekja traust á þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu,“ segir í ályktuninni. Karl Reynir og Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, mættust í Pallborðinu hér á Vísi í nóvember á síðasta ári um ofgreiningu ADHD á Íslandi. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Pallborðið: Er verið að ofgreina ADHD?
ADHD Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira