Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar draumur spænsku liðanna breyttist í mar­tröð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Kylian Mbappe fagnar sigri Paris Saint-Germain í Barcelona í gærkvöldi.
 Kylian Mbappe fagnar sigri Paris Saint-Germain í Barcelona í gærkvöldi. AP/Emilio Morenatti

Barcelona og Atletico Madrid misstu bæði frá sér frábæra stöðu í gærkvöldi og eru úr leik í Meistaradeildinni. Nú má sjá mörkin úr leikjunum inn á Vísi.

Paris Saint Germain og Borussia Dortmund tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar með góðum heimasigrum.

Spænsku liðin litu bæði vel út um tíma í leikjunum en svo hringsnerist allt hjá þeim og staðan breyttist skyndilega. Heimaliðin áttu réttu svörin og tryggðu sér sigur.

Barcelona vann fyrri leikinn 3-2 á móti Paris Saint Germain og komst í 1-0 í gær. Liðið missti þá Ronald Araujo af velli með rautt spjald og Parísarliðið snéri leiknum við. PSG vann á endanum 4-1 og þar með 6-4 samtals.

Lamine Yamal hafði lagt upp fyrsta marki leiksins fyrir Raphinha en Barclona var þar með komið tveimur mörkum yfir í einvíginu.

Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin í sigri PSG á Barcelona

Kylian Mbappe skoraði tvö mörk í leiknum en Ousmane Dembele, fyrrum leikmaður Barcelona, fiskaði víti og skoraði mark sjálfur. Vitinha skoraði líka frábært mark í flottum sigri Parísarliðsins.

Atlético Madrid vann fyrri leikinn á móti Dortmund 2-1 og náði að jafna metin í 2-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þau úrslit höfðu skilað liðinu áfram en tvö mörk þýska liðsins með þriggja mínútna millibili breyttu öllu og tryggðu Dortmund 4-2 sigur og sæti í undanúrslitum.

Julian Brandt og loanee Ian Maatsen komu Dortmund í 2-0 en sjálfsmark frá Mats Hummels og mark frá Angel Correa jöfnuðu metin. Það voru aftur á móti Niclas Fullkrug og Marcel Sabitzer sem tryggði þýska liðinu sæti í undanúrslitunum.

Það má sjá öll mörkin úr leikjunum hér fyrir ofan og neðan.

Klippa: Mörkin úr sigri Dortmund á AtleticoFleiri fréttir

Sjá meira


×