Innlent

Píratar og Flokkur fólksins leggja fram van­traust á ríkis­stjórnina

Jakob Bjarnar skrifar
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins hefur ekki gefið frá sér hugmyndir um vantraust og nú hefur hún lagt fram vantrauststillögu á alla ríkisstjórnina.
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins hefur ekki gefið frá sér hugmyndir um vantraust og nú hefur hún lagt fram vantrauststillögu á alla ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mælir fyrir þingsályktunartillögu um vantraust á ríkisstjórnina. Vantrauststillagan gengur út að hér verði þingrof og nýjar kosningar.

Inga hafði hótað því að leggja fram vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna hvalveiðimálsins svokallaða. Þar urðu hins vegar vendingar, daginn sem Inga hugðist leggja fram vantrauststillöguna lagðist Svandís veik og fór í leyfi. Hún er nú komin aftur en staðan er önnur. Svandís er orðin innviðaráðherra í nýrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Inga hefur hins vegar ekki horfið frá vantrauststillögu sinni en nú leggur hún hana fram á ríkisstjórnina alla.

Meðflutningsmenn eru allir þingmenn Flokks fólksins auk þingmanna Pírata. Ályktunin er ekki löng, svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina.

Alþingi lýsir þeim vilja sínum að þing verði rofið fyrir 26. júlí og efnt til almennra þingkosninga 7. september.“

Flutningsmenn eru: Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Eyjólfur Ármannsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Gísli Rafn Ólafsson, Katrín Sif Árnadóttir, Halldóra Mogensen, Tómas A. Tómasson, Indriði Ingi Stefánsson.


Tengdar fréttir

Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonast eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni.

Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig

Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×