Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. apríl 2024 19:20 Halla Hrund Logadóttir margfaldar fylgi sitt milli kannana samkæmt nýjustu könnun Prósents. Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52