Halla Hrund tvö- til þrefaldar fylgi sitt Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. apríl 2024 19:20 Halla Hrund Logadóttir margfaldar fylgi sitt milli kannana samkæmt nýjustu könnun Prósents. Grafík/Sara Halla Hrund Logadóttir tvö til þrefaldar fylgi sitt milli kannana á fylgi forsetaframbjóðenda og virðist helst höggva í fylgi Katrínar Jakobsdóttur. Enn er þó ómarktækur munur á fylgi Katrínar og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt könnun Prósents fyrir Morgunblaðið sem birt var í dag. Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum. Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir sléttri vikur mældist Katrín Jakobsdóttir með mesta fylgið, eða 32,9 prósent, Baldur með 26,7 prósent og Jón Gnarr með 19,6 prósent. Þarna er marktækur munur á Katrínu og Baldri og hún því í forystu. Fimm dögum síðar, síðast liðinn laugardag, kemur Gallup með könnun sem sýnir mjög svipaða mynd af þremur efstu frambjóðendunum. Þar munar þó færri prósentustigum á milli Katrínar og Baldurs og munurinn ekki lengur marktækur. Jón Gnarr áfram á svipuðum slóðum. Hér sjáum við fylgi efstu fjögurra frambjóðenda í þremur könnunum sem birtar voru dagana 8. til 15. apríl.Grafík/Sara Töluverð breyting verður hins vegar á fylginu samkvæmt könnun Prósents sem Morgunblaðið birti í dag. Fylgið við Katrínu fellur niður í 25,3 prósent en Baldur er á svipuðum slóðum og í hinum könnununum með 29,5 prósent. Engu að síður telst ekki vera marktækur munur á þeim tveimur. Jón Gnarr er áfram í þriðja sæti með 19,3 prósent. Stóru tíðindin í könnun Prósents eru hins vegar að Halla Hrund Logadóttir tekur stökk úr 5,7 prósentum hjá Maskínu og 4 prósentum hjá Gallup í 12,1 hjá Prósenti. Hún tvöfaldar því fylgi sitt miðað við könnun Maskínu og þrefaldar það miðað við könnun Gallups. Fjórir frambjóðendur mælast með fylgi yfir tíu prósentum, Halla Tómasdóttir stendur í fimm til rúmlega sjö prósentum. Aðrir frambjóðendur mælast undir þremur prósentum.Grafík/Sara Í samtali við fréttastofu segist Halla Hrund hafa fundið fyrir miklum meðbyr frá því að hún tilkynnti um framboðið fyrir rúmri viku. Aukningin sé í takt við þann meðbyr. „En auðvitað er þetta könnun og ferðalagið er rétt að byrja,“ segir Halla Hrund. „Ég er glöð og þakklát fyrir þennan meðbyr og nú er bara að halda áfram og ég hlakka til og fer auðmjúk inn í þetta ævintýri,“ bætir hún við. Fylgi við nöfnu hennar Höllu Tómasdóttur dalar miðað við fyrri kannanir og mælist nú 5 prósent. Aðrir frambjóðendur mælast síðan undir þremur prósentum.
Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Tengdar fréttir Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32 Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40 Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32 Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Baldur og Katrín halda forystunni Þrír frambjóðendur til embættis forseta Íslands eiga fremur öðrum möguleika á að ná kjöri samkvæmt þremur könnunum sem gerðar hafa verið að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir hefur mælst með mest fylgi í tveimur þeirra en Baldur Þórhallsson í þeirri þriðju og nýjustu. 15. apríl 2024 12:32
Baldur með forskot á Katrínu í nýjustu skoðanakönnuninni Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, nýtur mests stuðnings frambjóðenda til forseta Íslands samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. 15. apríl 2024 06:40
Eldri kjósendur hallast að Katrínu Litlu munar á fylgi forsetaframbjóðendanna Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar samkvæmt nýrri könnun. Prófessor í stjórnmálafræði segir geta skipt sköpum að kjósendahópur Katrínar sé líklegri til að mæta á kjörstað þar sem um eldra fólk sé að ræða. 13. apríl 2024 11:32
Mjótt á munum á milli Katrínar og Baldurs Lítill munur er á fylgi Katrínar Jakobsdóttur og Baldurs Þórhallssonar í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda. 13. apríl 2024 07:52