Lífið

Steldu stíl nýja ráð­herrans

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bjarkey vandar sig greinilega, áður en hún stígur úr húsi.
Bjarkey vandar sig greinilega, áður en hún stígur úr húsi. vísir/vilhelm

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra Vinstri grænna í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hún mætti skelegg til leiks og setti tóninn með djörfum fatastíl á fyrsta degi sem ráðherra. Vísir rýndi nánar í fatastíl þingmannsins úr Norðausturkjördæmi. 

Stílíseringin er til fyrirmyndar hjá Bjarkeyju. Á fyrsta degi var það rautt og svart sem var í aðalhlutverki, frá toppi til táar. Rautt og svart hárið parar Bjarkey með látlausri svartri úlpu, rauðri blússu og svörtu pilsi. Rúsínan í pylsuendanum eru rauðir skór með rauðri og svartri tösku. Sjón er sögu ríkari:

Samsetningin myndi sóma sér vel á Víkingsleikjum í sumar. vísir/vilhelm

Hugmyndir fyrir þá lesendur sem vilja stela stílnum má nálgast hér að neðan:

Þessa úlpu má finna í verslun Zo-On.
Bjarkey er hrifin af satín-skyrtum, sem fást meðal annars í búðinni Centro á Akureyri, í alls kyns litum. skjáskot/vísir
Bjarkey klæðist rauðum glansandi hælaskóm. Sambærilegir skór, af gerðinni Tamaris, fást í skóhöllinniskjáskot
Þetta pils fæst fyrir lítið á Asos, og gengur vel upp, vilji fólk stela stílnum Bjarkeyjar.
Þetta Birkin veski frá Hermés er í svipuðum stíl og Bjarkeyjar. Það kostar að vísu um 2,5 milljónir króna.skjáskot

Fleiri fréttir

Sjá meira


×