Engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2024 15:01 Bjarni Benediktsson á sínum fyrsta þingfundi eftir að hann tók við af Katrínu Jakobsdóttur sem forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kona sem stofnaði undirskriftalista gegn Bjarna Benediktssyni á ekki von á því að listinn muni knýja fram kosningar eða afsögn nýs forsætisráðherra, en hann sé haldbær heimild um hversu lítils trausts hann njóti meðal almennings. Yfir þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar hafa nú skrifað undir. Eva Lín Vilhjálmsdóttir stofnaði undirskriftalista á Ísland.is í fyrradag, þegar ljóst var að Bjarni yrði nýr forsætisráðherra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Þegar fréttin er skrifuð hafa ríflega þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar skrifað undir. Eva Lín var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2015, þá 19 ára gömul. Hún var þá yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins. Viðtökurnar komu ekki beint á óvart Eva Lín baðst undan viðtali en féllst á að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún ákvað að stofna undirskriftalistann segir hún þá staðreynd að Bjarni hafi tekið við forsætisráðuneytinu hafa komið flatt upp á sig. „Hann er nýbúinn að segja af sér eftir Íslandsbankamálið, traust til hans mældist þá mjög lágt og þrátt fyrir að það séu engin tæknileg eða lagaleg atriði sem koma í veg fyrir að hann geti orðið forsætisráðherra þá fer skipan hans í embættið yfir ákveðin félagsleg siðferðismörk. Mig langaði að tjá það opinberlega.“ Eva segir viðtökurnar ekki beinlínis hafa komið á óvart, enda hafi fólk verið vonsvikið hvernig fór með afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra og að hann hafi skipt um ráðuneyti í kjölfarið. Það er svo stutt síðan líka, könnunin sem ég vísa í er eftir að það gerðist. Ríkisstjórnarinnar að vega og meta framhaldið Eva Lín segir ekki standa til að gera neitt meira með listann í framhaldinu, til dæmis að afhenda forsetanum undirskriftirnar. „Ekki eins og stendur. Það er engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm.“ Heldur þú að þetta komi til með að breyta einhverju? „Já og nei, listinn mun einn og sér ekki knýja fram kosningar eða afsögn Bjarna en hann virkar sem haldbær heimild um það hversu lítils trausts hann nýtur meðal almennings. Ríkisstjórnin verður að vega og meta hvort þau vilji hafa forsætisráðherra sem nýtur svona mikilla óvinsælda.“ Fólki frjálst að hafa skoðanir Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni að fólki væri frjálst að hafa skoðanir, enda væri íslands eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig.“ Þá benti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Eva Lín Vilhjálmsdóttir stofnaði undirskriftalista á Ísland.is í fyrradag, þegar ljóst var að Bjarni yrði nýr forsætisráðherra í áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Vinstri Grænna og Framsóknarflokks. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Þegar fréttin er skrifuð hafa ríflega þrjátíu og þrjú þúsund Íslendingar skrifað undir. Eva Lín var varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 2015, þá 19 ára gömul. Hún var þá yngsti bæjarfulltrúi í sögu bæjarins. Viðtökurnar komu ekki beint á óvart Eva Lín baðst undan viðtali en féllst á að svara nokkrum spurningum fréttastofu skriflega. Aðspurð um hvernig það hafi komið til að hún ákvað að stofna undirskriftalistann segir hún þá staðreynd að Bjarni hafi tekið við forsætisráðuneytinu hafa komið flatt upp á sig. „Hann er nýbúinn að segja af sér eftir Íslandsbankamálið, traust til hans mældist þá mjög lágt og þrátt fyrir að það séu engin tæknileg eða lagaleg atriði sem koma í veg fyrir að hann geti orðið forsætisráðherra þá fer skipan hans í embættið yfir ákveðin félagsleg siðferðismörk. Mig langaði að tjá það opinberlega.“ Eva segir viðtökurnar ekki beinlínis hafa komið á óvart, enda hafi fólk verið vonsvikið hvernig fór með afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra og að hann hafi skipt um ráðuneyti í kjölfarið. Það er svo stutt síðan líka, könnunin sem ég vísa í er eftir að það gerðist. Ríkisstjórnarinnar að vega og meta framhaldið Eva Lín segir ekki standa til að gera neitt meira með listann í framhaldinu, til dæmis að afhenda forsetanum undirskriftirnar. „Ekki eins og stendur. Það er engin krafa með undirskriftalistanum önnur en að stjórnvöld líti í eigin barm.“ Heldur þú að þetta komi til með að breyta einhverju? „Já og nei, listinn mun einn og sér ekki knýja fram kosningar eða afsögn Bjarna en hann virkar sem haldbær heimild um það hversu lítils trausts hann nýtur meðal almennings. Ríkisstjórnin verður að vega og meta hvort þau vilji hafa forsætisráðherra sem nýtur svona mikilla óvinsælda.“ Fólki frjálst að hafa skoðanir Í samtali við fréttastofu í gær sagði Bjarni að fólki væri frjálst að hafa skoðanir, enda væri íslands eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig.“ Þá benti hann á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. 11. apríl 2024 06:37