Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 06:37 Sitt sýnist hverjum um nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 . Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 .
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi Sjá meira
Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57