Innlent

Heitavatnslaust í Grafar­vogi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gufustrókurinn sést vel frá Vesturlandsvegi.
Gufustrókurinn sést vel frá Vesturlandsvegi. Vísir/Sindri

Ekkert heitt vatn er í boði fyrir suma íbúa Grafarvogs eins og stendur og virðist sem stór lögn hafi farið í sundur. 

Í tilkynningu frá Veitum segir að vegna bilunar sé heitavatnslaust í hluta hverfisins og er fólki bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatn kemst á að nýju. Þá er húseigendum bent á að huga að innanhúskerfum. 

Eins og sjá á á meðfylgjandi mynd sem vegfarandi sendi fréttastofu má sjá myndarlegan gufustrók frá Vesturlandsveginum sem er væntanleg orsök heitavatnsleysisins. 

„Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda,“ segir að lokum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×