Innlent

Besti flokkurinn út fyrir Jón for­seta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn.
Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Vísir/Ívar Fannar

Jón Gnarr hefur breytt Facebook síðu Besta flokksins í framboðssíðu fyrir forsetakosningar. Síðan ber nú nafnið „Jón forseti 2024“ í stað „Besti flokkurinn.“

Þetta fengu fylgjendur síðunnar skilaboð um nú í hádeginu. Fimmtán þúsund manns fylgja síðunni sem er fjórtán ára gömul og var stofnuð 30. janúar 2010. Sama ár vann Besti flokkurinn stórsigur í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík og Jón Gnarr varð borgarstjóri.

Athygli vakti í janúar síðastliðnum þegar Jón uppfærði aðalmynd síðunnar með ansi framboðslegri mynd af sjálfum sér. Mynd af borgarfulltrúahópi Besta flokksins frá því á síðasta borgarstjórnarfundi þeirra frá því í júní árið 2014 var skipt út fyrir myndina.

Síðan var ekki uppfærð í rúm tíu ár þar til Jón uppfærði hana í í janúar. Það var einmitt mynd af borgarstjórnarhópi Besta flokksins frá því þann 3. júní árið 2014. 31. maí þetta sama ár fyrir tíu árum síðan þakkaði Besti flokkurinn fyrir sig og hvatti kjósendur sína til að setja X við Æ sem var listabókstafur Bjartrar framtíðar, sem tók við af Besta flokknum í borgarstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×