Dvölin í Búlgaríu dýrmæt reynsla á Bessastöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. apríl 2024 22:39 Ásdís Rán Gunnarsdóttir segir þá reynslu sem hún hefur aflað sér á öllum sviðum lífsins munu nýtast vel á Bessastöðum. vísir Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi, einnig þekkt sem ísdrottningin, segir dvöl sína í Búlgaríu hafa veitt henni dýrmæta reynslu í landkynningum. Hún hafi starfað sem eins konar heiðursráðsmaður Íslands þar úti og telur að það hafi þjálfað hana vel til að gegna embætti forseta. Ásdís segir jafnframt meðmælasöfnunina ganga vel þrátt fyrir að hún hafi skorist í baráttuna nokkuð óvænt, að hennar sögn. Hún hafi ekki farið inn í framboð eftir langa ígrundun og því ekki haft neina ítarlega áætlun. Eins og staðan er skorti hana ekki nema tvö til þrjú hundruð undirskriftir. Glöggt auga á samfélagsmein Það er þrátt fyrir að hún hafi lítið auglýst framboð sitt og ekki eytt stakri krónu í framboðið. Herferðin hefur farið algjörlega fram á samfélagsmiðlum hingað til. „Ég held að ég sé vel í stakk búinn til að taka við þessu hlutverki núna. Ég er búin að gera svo mikið og búin að vera úti um allan heim og búin að vera í þjálfun fyrir þetta hlutverk í ótrúlega langan tíma. Þjálfun á öllum sviðum lífsins. Í viðskiptum og alls konar hlutum,“ segir Ásdís í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að gefa kost á sér. Hún segir að forseti sé í forsvari fyrir þjóðina og eigi að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Hún sjálf búi yfir reynslu af því að eiga heima í mörgum löndum á evrópska meginlandinu og hafi því gott skyn á það sem að er á Íslandi. Glöggt er gests augað, eins og sagt er. Ásdís segist tilbúin að beita málskotsrétti forseta hljóti hún kjör og segir það mikilvægt að forseti bregðist við skynji hann óánægju þjóðarinnar. Bull að forseti hafi ekki völd Meðal áherslumála hennar eru heilbrigðismálin en henni finnst hálfskammarlegt hvernig staðan er í þeim málaflokki miðað við smæð þjóðarinnar. Hún brennur einnig fyrir húsnæðismálum og vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa ungu fólki sem vill eignast fasteignir og komast úr foreldrahúsum. Hún segist átta sig á því að forseti geti ekki haft áhrif á heilbrigðis- og húsnæðismál með beinum hætti en gefur lítið fyrir þá skoðun sumra að embætti forseta sé valdalaust. „Forsetinn hefur alltaf rödd. Forsetinn er forsetinn. Fólk hlustar á hann og þingmenn hlusta á hann. Um leið og þú ert kominn í þetta starf ber þér að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Það er bull að segja að forsetinn hafi ekkert vald,“ segir Ásdís. Hún segist vera ánægð með þann stuðning sem hún hefur fengið hingað til og heitir því að ferðast um landið til að ræða við landsmenn augliti til auglitis takist henni að safna tilskyldum fjölda meðmæla fyrir skilafrestinn sem er 26. apríl. Fullt í fangi með 1500 undirskriftir Ásdís gefur einnig lítið fyrir tal um að meðmælafjöldinn sé of lítill og hafi ekki breyst í takt við tímann. Væri fjöldinn aukinn í hlutfalli við núverandi fjölda landsmanna væri það hæpið að „venjulegu“ fólki takist að safna slíkum fjölda meðmæla. Henni fyndist ekki sanngjarnt að leggja slíka byrði á fólk sem hygðist bjóða sig fram. „Ég get alveg lofað ykkur því að það eru flestir í vandræðum með að ná þessum 1500 undirskriftum. Ég er nýkomin inn. Hitt fólkið er búið að vera að vinna alla daga fyrir utan búðir, í skólum, úti um allt land, hitta fólk og er ekki enn þá komið með þessar undirskriftir. Sex þúsund held ég að sé ekki gerlegt fyrir venjulegar manneskjur,“ segir Ásdís. „Alveg sama hvort þú værir rosalega vel menntaður og værir í mjög hárri stöðu. Sex þúsund er mjög erfitt. Þá værum við ekki að gefa þjóðinni séns á að velja fulltrúa sem hún vill. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki hinn týpíski frambjóðandi en það er fullt af fólki sem er búið að gefa mér meðmæli og ég er langt á veg komin í baráttunni,“ bætir hún við. Reynslan nýtist vel á Bessastöðum Ásdís segist aldrei hafa velt sér mikið upp úr því að bjóða sig fram áður en að hún hafi allt sem til þurfi. Störf hennar í Búlgaríu hafi veitt henni dýrmæta reynslu sem muni nýtast henni vel á Bessastöðum. „Ég hef verið í svona sjálfskipuðu embassador-starfi í Búlgaríu síðustu fimmtán árin. Ég hef séð um allt þar. Þannig að ég er með smjörþefinn af þessu. Ég er búin að vera í landkynningum um allan heim. Mikið í sjónvarpsviðtölum á erlendum sjónvarpsstöðvum. Stanslaust að halda ræður eða vera uppi á sviði,“ segir Ásdís. „Ef ég kemst í gegn og fæ að láta ljós mitt skína við hliðina á þessum frambjóðendum öllum þá held ég að þetta verði geggjaður skóli fyrir mig og þjálfun.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira
Ásdís segir jafnframt meðmælasöfnunina ganga vel þrátt fyrir að hún hafi skorist í baráttuna nokkuð óvænt, að hennar sögn. Hún hafi ekki farið inn í framboð eftir langa ígrundun og því ekki haft neina ítarlega áætlun. Eins og staðan er skorti hana ekki nema tvö til þrjú hundruð undirskriftir. Glöggt auga á samfélagsmein Það er þrátt fyrir að hún hafi lítið auglýst framboð sitt og ekki eytt stakri krónu í framboðið. Herferðin hefur farið algjörlega fram á samfélagsmiðlum hingað til. „Ég held að ég sé vel í stakk búinn til að taka við þessu hlutverki núna. Ég er búin að gera svo mikið og búin að vera úti um allan heim og búin að vera í þjálfun fyrir þetta hlutverk í ótrúlega langan tíma. Þjálfun á öllum sviðum lífsins. Í viðskiptum og alls konar hlutum,“ segir Ásdís í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag aðspurð um hvers vegna hún hafi ákveðið að gefa kost á sér. Hún segir að forseti sé í forsvari fyrir þjóðina og eigi að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Hún sjálf búi yfir reynslu af því að eiga heima í mörgum löndum á evrópska meginlandinu og hafi því gott skyn á það sem að er á Íslandi. Glöggt er gests augað, eins og sagt er. Ásdís segist tilbúin að beita málskotsrétti forseta hljóti hún kjör og segir það mikilvægt að forseti bregðist við skynji hann óánægju þjóðarinnar. Bull að forseti hafi ekki völd Meðal áherslumála hennar eru heilbrigðismálin en henni finnst hálfskammarlegt hvernig staðan er í þeim málaflokki miðað við smæð þjóðarinnar. Hún brennur einnig fyrir húsnæðismálum og vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa ungu fólki sem vill eignast fasteignir og komast úr foreldrahúsum. Hún segist átta sig á því að forseti geti ekki haft áhrif á heilbrigðis- og húsnæðismál með beinum hætti en gefur lítið fyrir þá skoðun sumra að embætti forseta sé valdalaust. „Forsetinn hefur alltaf rödd. Forsetinn er forsetinn. Fólk hlustar á hann og þingmenn hlusta á hann. Um leið og þú ert kominn í þetta starf ber þér að benda á það sem betur má fara í þjóðfélaginu. Það er bull að segja að forsetinn hafi ekkert vald,“ segir Ásdís. Hún segist vera ánægð með þann stuðning sem hún hefur fengið hingað til og heitir því að ferðast um landið til að ræða við landsmenn augliti til auglitis takist henni að safna tilskyldum fjölda meðmæla fyrir skilafrestinn sem er 26. apríl. Fullt í fangi með 1500 undirskriftir Ásdís gefur einnig lítið fyrir tal um að meðmælafjöldinn sé of lítill og hafi ekki breyst í takt við tímann. Væri fjöldinn aukinn í hlutfalli við núverandi fjölda landsmanna væri það hæpið að „venjulegu“ fólki takist að safna slíkum fjölda meðmæla. Henni fyndist ekki sanngjarnt að leggja slíka byrði á fólk sem hygðist bjóða sig fram. „Ég get alveg lofað ykkur því að það eru flestir í vandræðum með að ná þessum 1500 undirskriftum. Ég er nýkomin inn. Hitt fólkið er búið að vera að vinna alla daga fyrir utan búðir, í skólum, úti um allt land, hitta fólk og er ekki enn þá komið með þessar undirskriftir. Sex þúsund held ég að sé ekki gerlegt fyrir venjulegar manneskjur,“ segir Ásdís. „Alveg sama hvort þú værir rosalega vel menntaður og værir í mjög hárri stöðu. Sex þúsund er mjög erfitt. Þá værum við ekki að gefa þjóðinni séns á að velja fulltrúa sem hún vill. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki hinn týpíski frambjóðandi en það er fullt af fólki sem er búið að gefa mér meðmæli og ég er langt á veg komin í baráttunni,“ bætir hún við. Reynslan nýtist vel á Bessastöðum Ásdís segist aldrei hafa velt sér mikið upp úr því að bjóða sig fram áður en að hún hafi allt sem til þurfi. Störf hennar í Búlgaríu hafi veitt henni dýrmæta reynslu sem muni nýtast henni vel á Bessastöðum. „Ég hef verið í svona sjálfskipuðu embassador-starfi í Búlgaríu síðustu fimmtán árin. Ég hef séð um allt þar. Þannig að ég er með smjörþefinn af þessu. Ég er búin að vera í landkynningum um allan heim. Mikið í sjónvarpsviðtölum á erlendum sjónvarpsstöðvum. Stanslaust að halda ræður eða vera uppi á sviði,“ segir Ásdís. „Ef ég kemst í gegn og fæ að láta ljós mitt skína við hliðina á þessum frambjóðendum öllum þá held ég að þetta verði geggjaður skóli fyrir mig og þjálfun.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sjá meira