Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að tilkynningum um atvik á Landspítalanum hafi fjölgað mikið síðustu ár. Það sé m.a. vegna bættrar örygismenningar og ferla innan spítalans. „ Vísir/Arnar Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira
Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Sjá meira