Krefur ríkið um 225 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 20:06 Styrmir Þór Bragason starfar nú sem framkvæmdastjóri Vals. Valur Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist. Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent