Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:40 Styrmir Þór Bragason í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar aðalmeðferð í máli hans fór fram þar. Hann var sýknaður í Héraðsdómi en Hæstiréttur sneri þeim dóm við og dæmdi hann í eins árs fangelsi hinn 31. október 2013. Nú hefur MDE úrskurðað að Styrmir fékk ekki réttláta málsmeðferð við Hæstarétt. Vísir/Stefán Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum. Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, birti í gær færslu á Facebook þar sem hann fagnaði „óumdeildri niðurstöðu“ Mannréttindadómstóls Evrópu sem birt var í gær. Segist hann hafa öðlast „öll þau vopn“ sem hann þurfi til þess að fá réttlætinu fullnægt og að hann muni leita allra leiða til þess að gera það. Mannréttindadómstóllinn tók fyrir Exeter-málið svokallaða, sem fór í gegn um íslenska réttarkerfið fyrir nokkrum árum. Því lauk í Hæstarétti með því að Styrmir var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Nú hefur MDE hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Telst því íslenska ríkið brotlegt gagnvart honum. Styrmir Þór var árið 2013 dæmdur til eins árs fangelsisvistar í málinu en Hæstiréttur sneri þá við nokkurra mánaða gömlum dómi Héraðsdóms í málinu. Íslenska ríkinu er nú gert að greiða Styrmi 7500 evrur í skaðabætur sökum brotsins. Sjálfur hafði Styrmir farið fram á miskabætur upp á 40 þúsund evrur. Styrmir segir í færslu sinni að tilfinningarnar sem vakni á stundu sem þeirri þegar úrskurður MDE var ljós séu blendnar. „Bæði gleði en á sama tíma reiði. Gleði yfir réttlætinu en reiði yfir því að einhverjir dómarar séu svo ákafir að dæma einhvern að þeir séu tilbúnir að fórna almennum mannréttindum fólks um réttláta málsmeðferð og einnig fara á svig við sjálfsagt réttarfar.“ Segist Styrmir vilja tileinka sigurinn börnunum sínum, sem hann segir hafa þurft að upplifa „ótrúlega hegðun af hálfu ýmissa aðila“ á meðan á málinu stóð. Þá þakkar Styrmir fjölskyldu sinni fyrir að hafa staðið með sér í gegn um þann tíma sem málið tók, sem Styrmir segir hafa verið erfiðan. Segir hann stuðninginn hafa verið mikilvægan þegar honum hafi fundist hann standa einn í baráttu sinni. „Í lokin langar mig að segja að með dómi Mannréttindadómstólsins í dag hef ég öðlast öll þau vopn sem ég þarf til að fá réttlætinu fullnægt og fá þennan ólöglega dóm ógildan. Ég mun að sjálfsögðu leita allra leiða til að fá réttlætinu fullnægt,“ skrifar Styrmir að lokum.
Dómsmál Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12 Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30 Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmir íslenska ríkið brotlegt í málum Júlíusar og Styrmis Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 16. júlí 2019 09:12
Meta kröfu um endurupptöku í máli Styrmis Ragnar Halldór Hall, lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar, segir að hann muni fara yfir það með Styrmi á næstunni hvort tilefni sé til að krefjast endurupptöku á dómi Hæstaréttar Íslands í máli hans fyrir endurupptökunefnd í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. 16. júlí 2019 12:30
Dómar gegn íslenska ríkinu orðnir sex á þessu ári Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið á rétti Styrmis Þórs Bragasonar og Júlíusar Þórs Sigurðssonar til réttlátrar málsmeðferðar. Dómar MDE þessa efnis voru kveðnir upp í gær. 17. júlí 2019 06:00