Núverandi staða bjóði upp á stýrivaxtalækkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2024 20:00 Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd Seðlabankans telur að bankinn eigi að byrja að lækka stýrivexti. Hann tekur fram að ákvörðun hans um að hætta í nefndinni sé alls ótengd því að hann var ósammála síðustu ákvörðunum hennar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika telur að hagkerfið sé komið á þann stað að Seðlabankinn geti byrjað að lækka stýrivexti. Ákvörðun sín um að hætta í bankanum tengist þó ekki því að hann var ósammála peningastefnunefnd. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf. Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Peningastefnunefnd hóf hækkanir á stýrivöxtum á ný fyrir þremur árum en fyrir þann tíma höfðu meginvextir verið 0,75 prósent um nokkurra mánaða skeið. Stýrivextir hækkuðu svo fimmtán sinnum þar til í október í fyrra en hafa síðan þá verið óbreyttir eða 9,25 prósent. Vildi bæði hækka og lækka fyrr Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika í peningastefnunefnd frá árinu 2020 hefur verið nokkuð á skjön við meirihluta nefndarinnar undanfarin ár. Hann vildi til að mynda hækka stýrivexti meira en meirihlutinn á sínum tíma. Þá greiddi hann gegn ákvörðun meirihlutans um að halda vöxtum óbreyttum í febrúar og mars á þessu ári og vildi lækka þá um 0,25 prósent. Gunnar segir núverandi aðstæður bjóða upp á það. „ Ég tel að við séum komin á þann stað í hagkerfinu að það sé óhætt að byrja að lækka vexti. Stýrivaxtatækið er þannig afl að það hreyfist hægt og og því verður mögulega að byrja að lækka vexti fyrr í smáum skrefum en að taka stór skef síðar. Ég virði hins vegar fullkomnlega ákvörðun meirihluta peningastefnunefndar,“ segir Gunnar. Hann segir að það geti haft neikvæð áhrif að hafa stýrivextina óbreytta. „Peningastefnunefnd er að reyna að ná fram ákveðnu jafnvægi með vaxtarstigi. Ef þú gengur of langt í stýrivaxtahækkunum þá getur fjárfesting minnkað. Það getur líka haft þau áhrif að það hægir um of á vinnumarkaði. Þó það séu ekki vísbendingar um það núna. En við höfum sterkar vísbendingar um að einkaneyslan sé á hraðri niðurleið og hagvöxtur er á allt öðrum stað en fyrir nokkrum misserum. Við erum komin á þann stað að það er farið að sjást til lands og hægt að byrja að lækka vexti,“ segir Gunnar. Gagnrýni bæði rétt og röng Verkalýðsforystan hefur gagnrýnt Seðlabankann harðlega fyrir háa stýrivexti undanfarin misseri. Þá sagði Nóbelsverðlaunahafi í samtali við RÚV á dögunum að stýrivaxtahækkanir væru olía á eld verðbólgu. Gunnar segir þetta bæði rétt og rangt. „Ef vaxtarstig er of hátt þá getur fjárfesting í íbúðahúsnæði dregist saman. Það getur svo búið til of mikla spennu í framtíðinni á þeim markaði sem getur þá leitt til meiri verðbólgu. Ef þú hins vegar nærð ekki að hægja á verðbólgu í hagkerfinu getur fólk misst verðskyn. Þeir sem verða verst úti í mikilli verðbólgu eru þeir sem hafa minnst milli handanna. Þetta er því ákveðin jafnvægislist sem Seðlabankinn er stöðugt að eiga við. Þarna er ekkert eitt rétt eða rangt svar,“ segir Gunnar. Gunnar hefur hefur nú beðist lausnar frá embætti sínu í Seðlabankanum og hættir í júní. Hann segir ástæðuna þá að honum hafi fyrir nokkrum vikum boðist starf í Suður-Evrópu. „Það er spennandi starf. Það er mikilvægt að það komi fram að ákvörðun mín um að hætta hefur ekkert með ákvarðanir peningastefnunefndar að gera,“ segir Gunnar að lokum.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira