Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2024 13:41 Baráttan um Bessastaði með augum skopteiknarans og bridge-snillingsins Aðalsteins Jörgensen. Aðalsteinn Jörgensen Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. „Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum. Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég hef verði að dúllast í þessu að gamni mínu, myndir af spilurum og fjölskyldu og ég fór að leika mér að þessu í morgun,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Hann segist vera búinn að gera upp hug sinn, hvað hann kýs en það sé nú bara fyrir hann að vita. Aðalsteinn notar teikniforrit og svo hefur gervigreindin komið inn sem gerir þetta allt miklu þægilegra. En hann verður að vita hvað hann vill og hvað hann er að gera. „Ég byrjaði á að svæla út mynd af Bessastöðum, breyti þeirri ljósmynd í teiknaða mynd,“ segir Aðalsteinn og lýsir því að andlitin sem hann finnur á netinu séu misjafnlega skýr. Og stundum þarf hann að draga þau í gegnum teikniforrit. Aðalsteinn Jörgensen dundar sér við að teikna í frístundum og hann náði að kjarna baráttuna um Bessastaði í sinni nýjustu myndi.facebook „Fyrsta hugmyndin var sú að þarna væru tveir menn að skilmast. Og það væru þá Jón Gnarr og Baldur Þórhallsson. Svo er náttúrlega Felix Bergsson með í pakkanum. Svo kemur Katrín Jakobsdóttir í rólegheitum í fallhlíf og hirðir þetta. En svo þurfti fylla betur út í myndina.“ Aðalsteinn telur að þeir níu sem séu á myndinni séu svona þeir sem muni eitthvað láta að sér kveða í kosningunum. Þó 70 séu enn á lista yfir þá sem eru að safna undirskriftum. „Jújú, maður er að gera það,“ segir Aðalsteinn þegar hann er spurður um bridge-inn. „Ég er enn í landsliðinu en ég ætlaði að vera löngu hættur. Þarna ´91, þegar við urðum heimsmeistarar, var ég bara um þrítugt. Þeir félagar mínir voru um, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson voru 45 um og ég skildi ekki hvað þeir voru að gera í liðinu, mér fannst þeir svo gamlir. En nú er ég orðinn 64 ára og enn er ég í liðinu,“ segir Aðalsteinn og hlær að því hversu viðhorf manns gegn aldri vilja breytast með tímanum.
Forsetakosningar 2024 Bridge Forseti Íslands Myndlist Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira