Innlent

Reglu­bundnir þing­flokks­fundir á dag­skrá klukkan 13

Atli Ísleifsson skrifar
Þingfundur er á dagskrá klukkan 15 í dag og eru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra fyrsta mál á dagskrá.
Þingfundur er á dagskrá klukkan 15 í dag og eru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra fyrsta mál á dagskrá. Vísir/Vilhelm

Þingflokksformenn stjórnarflokkanna þriggja hafa boðað til reglubundinna funda þingflokka klukkan 13 í dag. Gera má ráð fyrir að á fundunum munu formenn flokkanna fara yfir stöðuna í viðræðunum um áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Fulltrúar stjórnarflokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um framhald stjórnarsamstarfsins um helgina eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti á föstudag að hún ætlaði sér að hætta í stjórnmálum og bjóða sig fram til forseta. 

Hún gekk á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta í gær þar sem hún baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Hún mun þó áfram stýra starfsstjórn enn um sinn.

Þingfundur er á dagskrá klukkan 15 í dag og eru óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra fyrsta mál á dagskrá.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafa sótt fundina þar sem áframhald stjórnarsamstarfsins hefur verið til umræðu.


Tengdar fréttir

Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax

Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. 

Katrín verður forsætisráðherra þangað til að ný stjórn er mynduð

Fundi Guðna Th. Jóhannessonar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra lauk rétt í þessu og í kjölfarið ávarpaði Guðni fjölmiðla á Bessastöðum. Hann flutti yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði samþykkt lausnarbeiðni Katrínar Jakobsdóttur en falið henni og ráðuneyti hennar að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×