Ósanngjarnt gagnvart hinum hefji Katrín baráttuna strax Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2024 22:30 Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vísir Prófessor í stjórnmálafræði býst ekki við að biðin eftir tilkynningu um endurskipaða ríkisstjórn dragist á langinn. Hún segir það ósanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum ef forsætisráðherra myndi hefja kosningabaráttuna að fullu meðan hún situr enn í ráðherrastóli. Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“ Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir mun sitja sem forsætisráðherra þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Forseti Íslands hafnar því að atburðarásin sé óheppileg. Katrín telur að ríkisstjórnin haldi, þó að hún gangi nú frá borði. Aðspurð um hvort eitthvað í atburðarás dagsins hafi komið henni á óvart segist Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði hafa búist við því að svör um hver tæki við forsætisráðuneytinu myndu berast í dag. „En við verðum bara að bíða.“ Breytir þetta að einhverju leyti framboði Katrínar? „Já, hún getur ekki byrjað sína kosningabaráttu að fullu sem forsetaframbjóðandi fyrr en að hún hefur látið af störfum sem forsætisráðherra. Það væri frekar óeðlilegt að sitjandi forsætisráðherra, þó það sé yfir svona starfsstjórn, væri líka á fullu í framboði til forseta,“ segir Eva Heiða. Það geti sett henni skorður næstu daga, þrátt fyrir að ekkert banni henni að fara fulla ferð í kosningabaráttu. „Tæknilega séð er ekkert sem segir að hún megi það ekki. En það þætti kannski óeðlilegt að sitja sem forsætisráðherra, sem er pólitískt embætti, og byrja á fullu í framboði til forseta, sem er ópólitískt embætti.“ Það væri heldur ekki sanngjarnt gagnvart öðrum frambjóðendum, að mati Evu Heiðu. Hvernig heldurðu að útspil Katrínar sé fyrir hina frambjóðendurna, sem kannski fá ekki jafn mikið pláss? „Þeir hafa alla vega ekki fengið mikið pláss undanfarna daga,“ segir Eva Heiða en vekur þó athygli á nýjum framboði sem barst í dag, frá Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. „En ég myndi segja að kosningabarátta, sem er samt ekki þannig séð hafin að fullu, hún hefst kannski að fullu í kringum næstu mánaðamót, hún hefur verið svolítið á pásu hjá öðrum frambjóðendum. Alla vega hefur ekki verið mikið fjallað um þá síðustu daga.“ Það sé eðlilegt meðan eftirvænting ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar. Þing kemur saman á morgun, þarf eitthvað að leggja fyrir, fyrir þann tíma? „Það væri náttúrlega vonandi fyrir þjóðina að við fáum að vita það sem fyrst. Vonandi á morgun.“ Eva Heiða segist hafa lesið úr skilaboðum dagsins um að senn yrði ný ríkisstjórn mynduð, að biðin eftir henni verði ekki löng. „Ég myndi halda á morgun, eða daginn þar á eftir.“
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira